Natasha, sem á fimm landsleiki að baki fyrir Ísland, varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu með Brann í vikunni en félagið staðfesti þetta á miðlum sínum í gærkvöldi.
Undirbúningstímabilið hjá norska meistaraliðinu er nýhafið en liðið lék sinn fyrsta æfingaleik á árinu í gær.
Natasha gekk til liðs við Brann í október eftir að hafa leikið á Íslandi frá árinu 2014 en hún lék með ÍBV, Keflavík og Breiðablik hér á landi.