Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 13:23 Hallveig Karlsdóttir og hópur af bridgespilurum þurftu að hætta við karókí um helgina. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman. Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar. Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar.
Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17