Kallar þetta heimskulegustu íþrótt í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 08:01 Sorin Comsa var orðinn margfaldur öðrum megin en tókst samt að halda út og vinna. Skjámynd/Youtube Keppni í kinnhestum þykir sænskum prófessor vera heimska í sinni tærustu mynd. Áhugi UFC mannsins Dana White hefur komið íþróttinni í sjónvarp í Bandaríkjunum og Svíar hafa áhyggjur af útbreiðslu hennar. Við þekkjum bardagaíþróttir eins og hnefaleika, tækvondó og blandaðar bardagaíþróttir en það er ein bardagaíþrótt sem virðist jafnvel lengra þegar kemur að hættu keppenda. Umrædd íþrótt snýst um að gefa andstæðingi eins harðan kinnhest á meðan báðir eru uppistandandi. Sigurvegari fæst ekki fyrr en annar missir fótana og þá oftast með því að missa meðvitund. Sænska blaðið Expressen fjallar um þessa íþrótt sem hefur verið að auka vinsældir sínar undanfarin misseri. Áhugi UFC manna á henni boðar enn meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældir. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Blaðamaður Expressen ræddi við prófessorinn Niklas Marklund sem gefur íþróttinni ekki háa einkunn. „Þetta er heimska í sinni tærustu mynd. Ég get ekki varið þetta,“ sagði Niklas Marklund sem er prófessor í taugaskurðlækningum hjá háskólanum í Lundi um að hans mati heimskulegasta íþrótt í heimi. Nýlegt myndband af sigurvegara í kinnhestabardaga vakti mikla athygli en rúmenski meistarinn hélt áfram í tíu umferðir þrátt fyrir að andlit hans hafi margfaldast öðrum megin vegna þess hver bólgan þar var orðin mikil. Heavyweight slap fighter Sorin Comsa is making headlines after his wild victory at an event in Romania where his face survived a vicious battle.Meanwhile, Dana White's slap league starts Wednesday night: https://t.co/vBtD6fcl4h— OutKick (@Outkick) January 17, 2023 Sorin Comsa hélt samt áfram keppni og fagnaði að lokum sigri. Hann fékk meðal annars hrós frá UFC stjörnunni Conor McGregor. „Þetta er það sem ég vanalega sýni í mínum fyrirlestrum sem dæmi um það sem þú ætti alls ekki að gera. Þeir missa fótana, engjast og missa meðvitund. Þetta er algjör klikkun og það er ekki hægt að réttlæta slíkt,“ sagði Niklas Marklund. „Þegar þú slærð einhvern í andlitið frá hlið þá fer höfuðið i hringhreyfingu. Það er einmitt slíkar aðstæður sem eru hvað hættulegastar í íþróttum. Heilinn ræður ekki við slíkt álag og getur auðveldlega skemmst,“ sagði Marklund. Svíþjóð Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Við þekkjum bardagaíþróttir eins og hnefaleika, tækvondó og blandaðar bardagaíþróttir en það er ein bardagaíþrótt sem virðist jafnvel lengra þegar kemur að hættu keppenda. Umrædd íþrótt snýst um að gefa andstæðingi eins harðan kinnhest á meðan báðir eru uppistandandi. Sigurvegari fæst ekki fyrr en annar missir fótana og þá oftast með því að missa meðvitund. Sænska blaðið Expressen fjallar um þessa íþrótt sem hefur verið að auka vinsældir sínar undanfarin misseri. Áhugi UFC manna á henni boðar enn meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældir. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Blaðamaður Expressen ræddi við prófessorinn Niklas Marklund sem gefur íþróttinni ekki háa einkunn. „Þetta er heimska í sinni tærustu mynd. Ég get ekki varið þetta,“ sagði Niklas Marklund sem er prófessor í taugaskurðlækningum hjá háskólanum í Lundi um að hans mati heimskulegasta íþrótt í heimi. Nýlegt myndband af sigurvegara í kinnhestabardaga vakti mikla athygli en rúmenski meistarinn hélt áfram í tíu umferðir þrátt fyrir að andlit hans hafi margfaldast öðrum megin vegna þess hver bólgan þar var orðin mikil. Heavyweight slap fighter Sorin Comsa is making headlines after his wild victory at an event in Romania where his face survived a vicious battle.Meanwhile, Dana White's slap league starts Wednesday night: https://t.co/vBtD6fcl4h— OutKick (@Outkick) January 17, 2023 Sorin Comsa hélt samt áfram keppni og fagnaði að lokum sigri. Hann fékk meðal annars hrós frá UFC stjörnunni Conor McGregor. „Þetta er það sem ég vanalega sýni í mínum fyrirlestrum sem dæmi um það sem þú ætti alls ekki að gera. Þeir missa fótana, engjast og missa meðvitund. Þetta er algjör klikkun og það er ekki hægt að réttlæta slíkt,“ sagði Niklas Marklund. „Þegar þú slærð einhvern í andlitið frá hlið þá fer höfuðið i hringhreyfingu. Það er einmitt slíkar aðstæður sem eru hvað hættulegastar í íþróttum. Heilinn ræður ekki við slíkt álag og getur auðveldlega skemmst,“ sagði Marklund.
Svíþjóð Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira