Arnór Atla: Færð ekki einn íslenskan landsliðsmann til að viðurkenna það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 09:01 Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Janus Daði Smárason ræða málin eftir tapleikinn á móti Svíum. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason vill ekki ganga svo langt að segja að íslenska landsliðið sé að gera eitthvað vitlaust og hann er sannfærður um að íslensku strákarnir munu horfa inn á við og gera betur á næstu árum en þeir gerðum á heimsmeistaramótinu í handbolta í ár. Arnór starfar nú sem aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold en hann hefur fylgst vel með öllu í dönskum handbolta undanfarin ár en Danir hafa nú fyrstir þjóða í sögunni unnið þrjá heimsmeistaratitla í röð. Arnór fór sjálfur á þrettán stórmót með íslenska handboltalandsliðinu og var í báðum verðlaunaliðum Íslands á ÓL 2008 og EM 2010. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnór um nýkrýnda heimsmeistara Dana en það er erfitt að tala um stórmót í handbolta án þess að tala um íslenska landsliðið. „Hvað eru Danir að gera vel sem er að klikka hjá íslenska landsliðinu,“ spurði Valur Páll. Vill ekki segja að við séum að klikka á einhverju „Það er svo sem ekki mikið að klikka hjá okkur en þeir eru bara fleiri og hafa úr stærri hóp að velja. Þeir rótera mjög mikið og þó að þeir séu búnir að vera heimsmeistarar þrisvar í röð þá eru fáir sem eru búnir að vera í öllum þessum þremur liðum. Það hafa alltaf komið nýir og nýir leikmenn inn,“ sagði Arnór Atlason. „Ég ætla ekki að segja að við séum að klikka á einhverju en það er eins og menn geta komið inn hjá Dönum upp úr engu samanber Simon Pytlick núna. Hann er fæddur 2001 og er 22 ára,“ sagði Arnór. Klippa: Arnór Atlason: Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum „Við sem erum í Danmörku vitum hvað hann getur enda búinn að vera frábær í deildinni í mörg ár. Að geta komið svona vel inn í liðið á svona stóru sviði er með ólíkindum. Þessir hlutir virðast alla vega vera í mjög góðu lagi hjá Dönunum, að fá fá nýja menn inn sem komast mjög fljótt inn í sín hlutverk,“ sagði Arnór. Væntingarnar voru miklar til íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu og því var tólfta sætið mikil vonbrigði. „Ég held að þú fáir ekki einn einasta landsliðsmann til að viðurkenna það að þeir hafi eitthvað farið fram úr sér í væntingum. Auðvitað langaði þeim öllum að ná sem bestum árangri, þannig er það bara alltaf,“ sagði Arnór. Hefði verið verra að setja markmiðið lágt „Mér hefði fundist verra ef þeir hefði sett markmið mjög lágt og talað opinskátt um það. Auðvitað stefnir maður bara hátt og vill ná eins langt og hægt er,“ sagði Arnór. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir þá að komast ekki í átta liða úrslit. Það er hægt að finna ótrúlega margar ástæður fyrir því. Eins og við vorum í þessu og ég þekki þessa gaura þá horfa menn inn á við og vilja allir gera betur. Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Arnór. Liðið er frábært „Menn geta gert betur. Liðið er frábært og þeir eiga örugglega eftir að geta betur seinna meir. Ég er sannfærður um það. Mér finnst mjög mikið af góðum hlutum til staðar og það vantar ekki mikið upp á að við séum að komast í þessi átta liða úrslit sem þeir vilja alveg pottþétt vera,“ sagði Arnór eins og sjá má hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Arnór starfar nú sem aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold en hann hefur fylgst vel með öllu í dönskum handbolta undanfarin ár en Danir hafa nú fyrstir þjóða í sögunni unnið þrjá heimsmeistaratitla í röð. Arnór fór sjálfur á þrettán stórmót með íslenska handboltalandsliðinu og var í báðum verðlaunaliðum Íslands á ÓL 2008 og EM 2010. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnór um nýkrýnda heimsmeistara Dana en það er erfitt að tala um stórmót í handbolta án þess að tala um íslenska landsliðið. „Hvað eru Danir að gera vel sem er að klikka hjá íslenska landsliðinu,“ spurði Valur Páll. Vill ekki segja að við séum að klikka á einhverju „Það er svo sem ekki mikið að klikka hjá okkur en þeir eru bara fleiri og hafa úr stærri hóp að velja. Þeir rótera mjög mikið og þó að þeir séu búnir að vera heimsmeistarar þrisvar í röð þá eru fáir sem eru búnir að vera í öllum þessum þremur liðum. Það hafa alltaf komið nýir og nýir leikmenn inn,“ sagði Arnór Atlason. „Ég ætla ekki að segja að við séum að klikka á einhverju en það er eins og menn geta komið inn hjá Dönum upp úr engu samanber Simon Pytlick núna. Hann er fæddur 2001 og er 22 ára,“ sagði Arnór. Klippa: Arnór Atlason: Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum „Við sem erum í Danmörku vitum hvað hann getur enda búinn að vera frábær í deildinni í mörg ár. Að geta komið svona vel inn í liðið á svona stóru sviði er með ólíkindum. Þessir hlutir virðast alla vega vera í mjög góðu lagi hjá Dönunum, að fá fá nýja menn inn sem komast mjög fljótt inn í sín hlutverk,“ sagði Arnór. Væntingarnar voru miklar til íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu og því var tólfta sætið mikil vonbrigði. „Ég held að þú fáir ekki einn einasta landsliðsmann til að viðurkenna það að þeir hafi eitthvað farið fram úr sér í væntingum. Auðvitað langaði þeim öllum að ná sem bestum árangri, þannig er það bara alltaf,“ sagði Arnór. Hefði verið verra að setja markmiðið lágt „Mér hefði fundist verra ef þeir hefði sett markmið mjög lágt og talað opinskátt um það. Auðvitað stefnir maður bara hátt og vill ná eins langt og hægt er,“ sagði Arnór. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir þá að komast ekki í átta liða úrslit. Það er hægt að finna ótrúlega margar ástæður fyrir því. Eins og við vorum í þessu og ég þekki þessa gaura þá horfa menn inn á við og vilja allir gera betur. Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Arnór. Liðið er frábært „Menn geta gert betur. Liðið er frábært og þeir eiga örugglega eftir að geta betur seinna meir. Ég er sannfærður um það. Mér finnst mjög mikið af góðum hlutum til staðar og það vantar ekki mikið upp á að við séum að komast í þessi átta liða úrslit sem þeir vilja alveg pottþétt vera,“ sagði Arnór eins og sjá má hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira