Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 10:31 Brottvísun Husseins vakti mikla reiði eftir að myndir af lögreglunni taka hann úr hjólastólnum hans og bera út í bíl birtust. Ríkislögreglustjóri leitar nú að hjólastólavænum bíl til að bæta úr framkvæmd brottvísana. Vísir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um athugun sem hann gerði á viðbrögðum ríkislögreglustjóra vegna brottvísunar Hussein Hussein, fatlaðs manns, til Grikklands í nóvembermánuði. Mikla athygli vakti þegar Hussein, sem notar hjólastól, var borinn af lögreglumönnum út í bíl og honum ekið upp á flugvöll. Ríkislögreglustjóri var í kjölfarið harðlega gagnrýndur og sagði hann þá að nauðsynlegt væri að farið yrði yfir verklag lögreglu við framkvæmd brottvísunar sem þessarar. „Í svari ríkislögreglustjóra kemur fram að meðal þeirra atriða sem sæta skoðun embættisins sé sá möguleiki að lögreglan festi kaup á bifreið sem nota megi ef flytja þarf einstaklinga í hjólastól en einnig til annarra verka. Standi vonir embættisins til þess að bifreiðin verði keypt eða leigð á fyrri hluta ársins 2023,“ segir í skýrslunni, sem birt var á vef umboðsmanns í dag. Þá segir í skýrslu umboðsmanns að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komi í svari ríkislögreglustjóra sé ekki tilefni til að halda athugun málsins áfram að svo stöddu. Áfram verði þó fylgst með málinu af hálfu embættisins. Þá óskar umboðsmaður eftir því að ríkislögreglustjóri upplýsi hann um framvindu málsins fyrir 1. ágúst næstkomandi. „Að endingu telur umboðsmaður rétt að ítreka nauðsyn þess að við skipulagningu og undirbúning ákvarðana um framkvæmd brottvísana umsækjenda um alþjóðlega vernd fari, af hálfu lögreglu, fram einstaklingsbundið mat á þörfum þeirra einstaklinga sem um ræðir þar sem tekið er sérstakt tillit til manna í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fötlunar,“ segir í skýrslu umboðsmanns. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um athugun sem hann gerði á viðbrögðum ríkislögreglustjóra vegna brottvísunar Hussein Hussein, fatlaðs manns, til Grikklands í nóvembermánuði. Mikla athygli vakti þegar Hussein, sem notar hjólastól, var borinn af lögreglumönnum út í bíl og honum ekið upp á flugvöll. Ríkislögreglustjóri var í kjölfarið harðlega gagnrýndur og sagði hann þá að nauðsynlegt væri að farið yrði yfir verklag lögreglu við framkvæmd brottvísunar sem þessarar. „Í svari ríkislögreglustjóra kemur fram að meðal þeirra atriða sem sæta skoðun embættisins sé sá möguleiki að lögreglan festi kaup á bifreið sem nota megi ef flytja þarf einstaklinga í hjólastól en einnig til annarra verka. Standi vonir embættisins til þess að bifreiðin verði keypt eða leigð á fyrri hluta ársins 2023,“ segir í skýrslunni, sem birt var á vef umboðsmanns í dag. Þá segir í skýrslu umboðsmanns að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komi í svari ríkislögreglustjóra sé ekki tilefni til að halda athugun málsins áfram að svo stöddu. Áfram verði þó fylgst með málinu af hálfu embættisins. Þá óskar umboðsmaður eftir því að ríkislögreglustjóri upplýsi hann um framvindu málsins fyrir 1. ágúst næstkomandi. „Að endingu telur umboðsmaður rétt að ítreka nauðsyn þess að við skipulagningu og undirbúning ákvarðana um framkvæmd brottvísana umsækjenda um alþjóðlega vernd fari, af hálfu lögreglu, fram einstaklingsbundið mat á þörfum þeirra einstaklinga sem um ræðir þar sem tekið er sérstakt tillit til manna í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fötlunar,“ segir í skýrslu umboðsmanns.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06