Lyfjaeftirliti teflt fram gegn veðmálasvindli Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2023 11:04 Ásmundur Einar hefur nú falið Lyfjaeftirliti Íslands að berjast gegn hagræðingu úrslita í íþróttum og þar með veðmálasvindli. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en þessari tilkynningu er fylgt úr hlaði með orðunum þeim að íþróttir þurfi „ávallt að fara fram af heilindum og mikilvægt að fyrirbyggja hvers kyns óheiðarleika eða hagræðingu úrslita.“ Fréttir hafa reglulega verið fluttar af því að átt hafi verið við úrslit í íþróttakappleikjum en gríðarlegar fjárhæðir geta verið undir í veðbönkum en veðjað er grimmt á úrslit. Í þessum mánuði var til að mynda flutt frétt af því að Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hafi dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Hins vegar liggur ekki í augum uppi hvernig þessi vandi snýr að hlutverki Lyfjaeftirliti Íslands. Ásmundur Einar sér hins vegar tenginguna. Íslensk stjórnvöld hafi staðfest sáttmála Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Og með alþjóðleg viðmið að leiðarljósi hefur ráðherra falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn þessari ósvinnu. Og bætist þá við það hlutverk Lyfjaeftirlits að sinna lyfjaeftirliti í íþróttum hérlendis. ,,Það var mikið framfaraskref þegar ráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnuðu Lyfjaeftirlit Íslands. Með virkri fræðslu og eftirliti fyrirbyggjum við lyfjamisnotkun í íþróttum og stuðlum að heiðarlegri íþróttaiðkun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Nú útvíkkum við það hlutverk með forvörnum gegn hagræðingu úrslita. Þetta rúmast vel innan sömu stofnunar enda markmiðið hið sama, að stuðla að því að íþróttir fari fram af heilindum.“ Lyfjaeftirlitið tekur þátt í alþjóðastarfi og er falið að tryggja að eftirlit og reglur hérlendis séu í samræmi við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit og lyfjareglur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Er gert ráð fyrir því að Lyfjaeftirlitið útbúi fræðsluefni – standi fyrir fyrirlestrum og fræðslufundum fyrir íþróttahreyfinguna. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárhættuspil Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en þessari tilkynningu er fylgt úr hlaði með orðunum þeim að íþróttir þurfi „ávallt að fara fram af heilindum og mikilvægt að fyrirbyggja hvers kyns óheiðarleika eða hagræðingu úrslita.“ Fréttir hafa reglulega verið fluttar af því að átt hafi verið við úrslit í íþróttakappleikjum en gríðarlegar fjárhæðir geta verið undir í veðbönkum en veðjað er grimmt á úrslit. Í þessum mánuði var til að mynda flutt frétt af því að Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hafi dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Hins vegar liggur ekki í augum uppi hvernig þessi vandi snýr að hlutverki Lyfjaeftirliti Íslands. Ásmundur Einar sér hins vegar tenginguna. Íslensk stjórnvöld hafi staðfest sáttmála Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Og með alþjóðleg viðmið að leiðarljósi hefur ráðherra falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn þessari ósvinnu. Og bætist þá við það hlutverk Lyfjaeftirlits að sinna lyfjaeftirliti í íþróttum hérlendis. ,,Það var mikið framfaraskref þegar ráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnuðu Lyfjaeftirlit Íslands. Með virkri fræðslu og eftirliti fyrirbyggjum við lyfjamisnotkun í íþróttum og stuðlum að heiðarlegri íþróttaiðkun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Nú útvíkkum við það hlutverk með forvörnum gegn hagræðingu úrslita. Þetta rúmast vel innan sömu stofnunar enda markmiðið hið sama, að stuðla að því að íþróttir fari fram af heilindum.“ Lyfjaeftirlitið tekur þátt í alþjóðastarfi og er falið að tryggja að eftirlit og reglur hérlendis séu í samræmi við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit og lyfjareglur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Er gert ráð fyrir því að Lyfjaeftirlitið útbúi fræðsluefni – standi fyrir fyrirlestrum og fræðslufundum fyrir íþróttahreyfinguna.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárhættuspil Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Sjá meira