Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:05 Fangaklefi á Litla-Hrauni. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust. Skýrsla Amnesty International er áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi, að mati samtakanna. Í henni kemur fram að árið 2021 hafi sex af hverjum tíu gæsluvarðhaldsföngum sætt einangrunarvist á Íslandi. Frá 2012 til 2021 hafi 99 sætt langvarandi einangrunarvist, þ.e. lengur en í 15 daga, og dæmi séu um að grunaðir hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði, sem samtökin telja skýrt mannréttindabrot. Dómarar hafi í 99 prósent tilvika fallist á einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018, iðulega á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Amnesty international er alfarið á móti því að beita slíku úrræði í þágu rannsóknar þar sem hægt er að beita vægari úrræðum. Til dæmis með því að takmarka símanotkun, takmarka heimsóknir, aðskilja fanga,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Grafalvarleg einangrun barna Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að breyta lögum og framkvæmd á beitingu einangrunarvistar, sérstaklega þegar kemur að börnum. „Það er grafalvarlegt mál. Á tíu ára tímabili hafa tíu börn sætt einangrunarvist í gæsluvarðhaldi. Einangrunarvist er gríðarlega íþyngjandi úrræði. Þannig að við skorum á íslensk stjórnvöld að breyta þarna tafarlaust og banna alfarið einangrunarvist á börn, sem og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir Anna. Lítið þið á þetta sem pyntingar, mannréttindabrot? „Þetta er skýrt brot á samningi sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri illri meðferð, þannig að já. Þetta er mannréttindabrot.“ Af hverju er þetta svona hér? Af hverju hefur skapast þessi hefð? „Það er kannski erfitt að leggja mat á það en það er einhvern veginn hvernig kerfið hefur byggst upp, einhver viðtekin venja. Og þetta því miður er þá orðin einhvers konar meginregla,“ segir Anna. Fangelsismál Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Skýrsla Amnesty International er áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi, að mati samtakanna. Í henni kemur fram að árið 2021 hafi sex af hverjum tíu gæsluvarðhaldsföngum sætt einangrunarvist á Íslandi. Frá 2012 til 2021 hafi 99 sætt langvarandi einangrunarvist, þ.e. lengur en í 15 daga, og dæmi séu um að grunaðir hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði, sem samtökin telja skýrt mannréttindabrot. Dómarar hafi í 99 prósent tilvika fallist á einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018, iðulega á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Amnesty international er alfarið á móti því að beita slíku úrræði í þágu rannsóknar þar sem hægt er að beita vægari úrræðum. Til dæmis með því að takmarka símanotkun, takmarka heimsóknir, aðskilja fanga,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Grafalvarleg einangrun barna Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að breyta lögum og framkvæmd á beitingu einangrunarvistar, sérstaklega þegar kemur að börnum. „Það er grafalvarlegt mál. Á tíu ára tímabili hafa tíu börn sætt einangrunarvist í gæsluvarðhaldi. Einangrunarvist er gríðarlega íþyngjandi úrræði. Þannig að við skorum á íslensk stjórnvöld að breyta þarna tafarlaust og banna alfarið einangrunarvist á börn, sem og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir Anna. Lítið þið á þetta sem pyntingar, mannréttindabrot? „Þetta er skýrt brot á samningi sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri illri meðferð, þannig að já. Þetta er mannréttindabrot.“ Af hverju er þetta svona hér? Af hverju hefur skapast þessi hefð? „Það er kannski erfitt að leggja mat á það en það er einhvern veginn hvernig kerfið hefur byggst upp, einhver viðtekin venja. Og þetta því miður er þá orðin einhvers konar meginregla,“ segir Anna.
Fangelsismál Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira