Verðbólga í boði Stjórnvalda og Seðlabankans Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 31. janúar 2023 16:30 Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Seðlabankinn Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar