Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur.
Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar.
Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019.
Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans.
Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur.