„Ég held að sjónvarpsúrslitin verði rosaleg í ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 10:31 Fjórtánda árið í röð fer fram alþjóðlegt keilumót á Reykavíkurleikunum. Twitter/@BowlingIceland Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í keilu segist vera mjög spenntur fyrir tveimur ungum sænsku keilumönnum sem eru framtíðarlandsliðsmenn Svía og líklegir til að komast langt í framtíðinni. Strákarnir eru meðal keppenda á keilumóti Reykjavíkurleikanna og keppa þar við fyrrum heimsmeistara í íþróttinni og keppanda á bandarísku atvinnumótaröð kvenna. Þar er von á alvöru keppni. Mikil spenna er í loftinu innan íslenska keilusamfélagsins á Íslandi því í kvöld fara fram úrslitin í hinu árlega keilumóti á Reykjavíkurleikunum. Að venju eru flottir erlendir keppendur meðal keppenda. Riðlakeppnin hefur staðið síðustu daga og nú er komið að sjálfri úrslitakeppninni. Hápunktur hennar er síðan þegar fjórir standa eftir en keppni þeirra verður sýnd beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Vísir heyrði í Herði Inga Jóhannssyni, mótsstjóra og einum helsta keiluþjálfara landsins. Hörður Ingi þekkir RIG mótið vel enda verið aðalmaðurinn á bak við það í mörg ár. „Það eru 25 erlendir keilarar sem eru spila á mótinu í ár og þar á meðal er ein ensk atvinnukona sem spilar í Bandaríkjunum. Þetta er mjög sterkt mót,“ sagði Hörður Ingi. Enska atvinnukonan heitir Verity Crawley og er hún að koma hingað í annað skiptið. Verity er keppandi á bandarísku atvinnumótaröð kvenna PWBA, ein allra besta enska keilukonan í dag og fastagestur í landsliði þeirra. Áfjáð í að koma aftur „Hún kom hérna í fyrra og við buðum henni í fyrra af því að okkur vantaði einhvern frægan. Hún var áfjáð í að koma aftur,“ sagði Hörður Ingi. „Hér er líka Dani sem er fyrrverandi heimsmeistari og Svíi sem hefur líka unnið heimsmeistaratitla,“ sagði Hörður Ingi og er þar meðal annars að tala um Jesper Agerbo frá Danmörku sem hefur oft keppt á RIG og vann mótið 2018. Jesper er landsliðsmaður Dana og hefur meðal annars unnið einstaklingskeppni á bæði Evrópu- og heimsmeistaramótum. Hörð keppni en alltaf stutt í gleðina.KLÍ - Keilusamband Íslands Banka á dyrnar í sænska landsliðinu „Hér eru líka sterkir ungir sænskir spilarar sem eru að banka á dyrnar í sænska landsliðinu en þeir fengu þetta verkefni að koma hingað og spila. Það er búið að vera Covid í tvö og þá detta þeir sem eru ekki alveg fastir í liðinu út. Sænska keilusambandið finnur verkefni fyrir þá af því að þeir hafi ekki spilað nóg. Þetta mjög sniðugt kerfi hjá þeim,“ sagði Hörður Ingi. „Þeir koma hingað með þjálfara sínum Robert Anderson sem er reyndar búinn að spila í öllum RIG-mótunum sjálfur. Hann þekkir þetta vel og reyndar tengdasonur minn og þekkir þetta því enn betur. Hann á tvo heimsmeistaratitla og fullt af liðatitlum. Hann var einn af þeim fimm bestu í Evrópu þegar hann spilaði,“ sagði Hörður. Landsliðsþjálfarinn meðal keppenda Svíinn Mattis Möller er líka meðal keppenda en hann er landsliðsþjálfari Íslands í keilu. „Robert Anderson var landsliðsþjálfari en Mattis Möller er tekinn við núna. Að sjálfsögðu er auka pressa á honum því það fylgjast allir með honum. Hann hefur yfirleitt staðið sig vel og er einn af þeim sem hefur komið á hvert einasta RIG-mót,“ sagði Hörður. Eftir riðlakeppnina byrja þá fá þeir átta efstu farseðil inn í þriðju umferð úrslitakeppninnar. Þeir verða því aldrei slegnir út fyrr en í fyrsta lagi í sextán manna úrslitum. Miðað við spilamennskuna fyrri hluta móts þá þarf mjög gott skor til að ná einu af átta efstu sætunum. Fyrirkomulag sem er sett upp fyrir sjónvarp „Í topp fjórum sem verður sjónvarpsútsendingin þá byrja fjórir að taka einn leik og lægsti maður dettur svo út. Þar er rosalega pressa á þeim enda er þetta fyrirkomulag sett upp fyrir sjónvarp. Í næsta leik á eftir þá eru bara þrír sem spila og lægsti maður dettur út. Þá endum við á tveggja manna einvígi og sigurvegarinn þar verður RIG meistari,“ sagði Hörður. „Þetta er gríðarlega vinsælt og íslenskir keilarar eru mjög duglegir að spila í þessu móti vitandi fyrir víst að þeir eiga kannski ekki möguleika. Það er svo gaman að spila af því að það eru svo margir að spila. Þetta er svo stórt um sig,“ sagði Hörður sem talar um þetta fyrirkomulag sem ólíkindatól. Ýmislegt óvænt getur gerst „Það er bara einn á móti einum. Þetta snýst um formið þitt. Þú getur verið sá besti í heimi en þú getur tapað tveimur leikjum og þá ertu bara farinn heim. Útsláttarkeppnin er skemmtilega að því leytinu til að þar gerist ýmislegt óvænt,“ sagði Hörður. Þeir sem hafa náð betri árangri í riðlakeppninni eiga ekkert öruggt sæti þegar komið er inn í úrslitakeppnina. Spáir öðrum þeirra sigri „Ég held að sjónvarpsúrslitin verði rosaleg í ár því við erum með svo ógeðslega sterka spilara. Við erum með tvo unga sænska og það er bara spurning um hvenær þeir fara í sænska landsliðið. Sænska landsliðið er svo ógeðslega sterkt að það er erfitt að komast í liðið,“ sagði Hörður. „Ég er búinn að spá öðrum af þeim sem sigurvegara mótsins. Ég spái Oliver Dahlgren sem sigurvegar því mér finnst þetta vera alveg rosalegur spilari,“ sagði Hörður. „Ef að það er til bæn þá ligg ég á bæn að það verði alla vega ein kona í lokaúrslitunum. Það er skemmtilegra. Eitt árið voru þrjár atvinnukonur frá Bandaríkjunum og einn Íslendingur og hann vann mótið. Það var Hafþór Harðarson sem er góður og spilaði sína bestu keilu,“ sagði Hörður. „Það gerist allt í þessu og þess vegna er svo gaman að þetta skuli ð enda á fjórum í úrslitum sem fólk átti kannski ekkert von á,“ sagði Hörður. Útsending Stöð 2 Sport frá keilumóti Reykjavíkurleikanna hefst klukkan 19.15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Keila Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Mikil spenna er í loftinu innan íslenska keilusamfélagsins á Íslandi því í kvöld fara fram úrslitin í hinu árlega keilumóti á Reykjavíkurleikunum. Að venju eru flottir erlendir keppendur meðal keppenda. Riðlakeppnin hefur staðið síðustu daga og nú er komið að sjálfri úrslitakeppninni. Hápunktur hennar er síðan þegar fjórir standa eftir en keppni þeirra verður sýnd beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Vísir heyrði í Herði Inga Jóhannssyni, mótsstjóra og einum helsta keiluþjálfara landsins. Hörður Ingi þekkir RIG mótið vel enda verið aðalmaðurinn á bak við það í mörg ár. „Það eru 25 erlendir keilarar sem eru spila á mótinu í ár og þar á meðal er ein ensk atvinnukona sem spilar í Bandaríkjunum. Þetta er mjög sterkt mót,“ sagði Hörður Ingi. Enska atvinnukonan heitir Verity Crawley og er hún að koma hingað í annað skiptið. Verity er keppandi á bandarísku atvinnumótaröð kvenna PWBA, ein allra besta enska keilukonan í dag og fastagestur í landsliði þeirra. Áfjáð í að koma aftur „Hún kom hérna í fyrra og við buðum henni í fyrra af því að okkur vantaði einhvern frægan. Hún var áfjáð í að koma aftur,“ sagði Hörður Ingi. „Hér er líka Dani sem er fyrrverandi heimsmeistari og Svíi sem hefur líka unnið heimsmeistaratitla,“ sagði Hörður Ingi og er þar meðal annars að tala um Jesper Agerbo frá Danmörku sem hefur oft keppt á RIG og vann mótið 2018. Jesper er landsliðsmaður Dana og hefur meðal annars unnið einstaklingskeppni á bæði Evrópu- og heimsmeistaramótum. Hörð keppni en alltaf stutt í gleðina.KLÍ - Keilusamband Íslands Banka á dyrnar í sænska landsliðinu „Hér eru líka sterkir ungir sænskir spilarar sem eru að banka á dyrnar í sænska landsliðinu en þeir fengu þetta verkefni að koma hingað og spila. Það er búið að vera Covid í tvö og þá detta þeir sem eru ekki alveg fastir í liðinu út. Sænska keilusambandið finnur verkefni fyrir þá af því að þeir hafi ekki spilað nóg. Þetta mjög sniðugt kerfi hjá þeim,“ sagði Hörður Ingi. „Þeir koma hingað með þjálfara sínum Robert Anderson sem er reyndar búinn að spila í öllum RIG-mótunum sjálfur. Hann þekkir þetta vel og reyndar tengdasonur minn og þekkir þetta því enn betur. Hann á tvo heimsmeistaratitla og fullt af liðatitlum. Hann var einn af þeim fimm bestu í Evrópu þegar hann spilaði,“ sagði Hörður. Landsliðsþjálfarinn meðal keppenda Svíinn Mattis Möller er líka meðal keppenda en hann er landsliðsþjálfari Íslands í keilu. „Robert Anderson var landsliðsþjálfari en Mattis Möller er tekinn við núna. Að sjálfsögðu er auka pressa á honum því það fylgjast allir með honum. Hann hefur yfirleitt staðið sig vel og er einn af þeim sem hefur komið á hvert einasta RIG-mót,“ sagði Hörður. Eftir riðlakeppnina byrja þá fá þeir átta efstu farseðil inn í þriðju umferð úrslitakeppninnar. Þeir verða því aldrei slegnir út fyrr en í fyrsta lagi í sextán manna úrslitum. Miðað við spilamennskuna fyrri hluta móts þá þarf mjög gott skor til að ná einu af átta efstu sætunum. Fyrirkomulag sem er sett upp fyrir sjónvarp „Í topp fjórum sem verður sjónvarpsútsendingin þá byrja fjórir að taka einn leik og lægsti maður dettur svo út. Þar er rosalega pressa á þeim enda er þetta fyrirkomulag sett upp fyrir sjónvarp. Í næsta leik á eftir þá eru bara þrír sem spila og lægsti maður dettur út. Þá endum við á tveggja manna einvígi og sigurvegarinn þar verður RIG meistari,“ sagði Hörður. „Þetta er gríðarlega vinsælt og íslenskir keilarar eru mjög duglegir að spila í þessu móti vitandi fyrir víst að þeir eiga kannski ekki möguleika. Það er svo gaman að spila af því að það eru svo margir að spila. Þetta er svo stórt um sig,“ sagði Hörður sem talar um þetta fyrirkomulag sem ólíkindatól. Ýmislegt óvænt getur gerst „Það er bara einn á móti einum. Þetta snýst um formið þitt. Þú getur verið sá besti í heimi en þú getur tapað tveimur leikjum og þá ertu bara farinn heim. Útsláttarkeppnin er skemmtilega að því leytinu til að þar gerist ýmislegt óvænt,“ sagði Hörður. Þeir sem hafa náð betri árangri í riðlakeppninni eiga ekkert öruggt sæti þegar komið er inn í úrslitakeppnina. Spáir öðrum þeirra sigri „Ég held að sjónvarpsúrslitin verði rosaleg í ár því við erum með svo ógeðslega sterka spilara. Við erum með tvo unga sænska og það er bara spurning um hvenær þeir fara í sænska landsliðið. Sænska landsliðið er svo ógeðslega sterkt að það er erfitt að komast í liðið,“ sagði Hörður. „Ég er búinn að spá öðrum af þeim sem sigurvegara mótsins. Ég spái Oliver Dahlgren sem sigurvegar því mér finnst þetta vera alveg rosalegur spilari,“ sagði Hörður. „Ef að það er til bæn þá ligg ég á bæn að það verði alla vega ein kona í lokaúrslitunum. Það er skemmtilegra. Eitt árið voru þrjár atvinnukonur frá Bandaríkjunum og einn Íslendingur og hann vann mótið. Það var Hafþór Harðarson sem er góður og spilaði sína bestu keilu,“ sagði Hörður. „Það gerist allt í þessu og þess vegna er svo gaman að þetta skuli ð enda á fjórum í úrslitum sem fólk átti kannski ekkert von á,“ sagði Hörður. Útsending Stöð 2 Sport frá keilumóti Reykjavíkurleikanna hefst klukkan 19.15 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Keila Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira