Martröð Jóns Guðna ætlar engan enda að taka Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 15:00 Jón Guðni Fjóluson missir af tveimur heilum leiktíðum vegna meiðsla. @Hammarbyfotboll Frá því skömmu eftir að Jón Guðni Fjóluson stóð í miðri vörn Íslands í leik gegn Þýskalandi, í undankeppni HM haustið 2021, hefur hann nánast ekkert getað spilað fótbolta og biðin hefur enn lengst. Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið. Sænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið.
Sænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti