Það er mismunandi heitt Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 08:01 Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um samanburð á orkukostnaði heimila fyrir síðasta ár. Byggðastofnun hefur áður gefið út slíkar skýrslur og hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sambærilegum fasteignum víða um land. Það er fátt í þessari skýrslu sem kemur á óvart eða hefur verið dulið varðandi það hve kostnaður er mismunandi eftir landssvæðum og er margt sem skýrir þann mismun. Húshitun er munaður Þegar rýnt er í húshitunarkostnað er sem fyrr að munurinn á milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Hann er mikill , miklu meiri en ásættanlegt er. Munurinn á lægsta og hæsta mögulega húshitunarkostnaði er þrefaldur. Þó hefur þessi munur dregist saman m.a. vegna hækkunar niðurgreiðslna á dreif- og flutningskostnaði, aukinnar samkeppni á raforkusölumarkaði og húshitunarkostnaður hefur lækkað umtalsvert þar sem kynt er með rafmagni með tilkomu varmadæla. Margir hafa nýtt sér styrki til að setja upp varmadælur og geta því lækkað hitunarkosnað umtalsvert. Það sem heldur kemur ekki á óvart er að Vestfirðir tróni á toppi hvað húshitunarkostnað varðar ásamt Grímsey. Gamansagan af Vestfirðingnum sem var nýfluttur suður og greiddi glaður hitaveitureikninginn fyrir allan stigaganginn og þótti vel sloppið á mögulega enn við. Sameiginleg auðlind Við tölum oft um að þeir sem nýti auðlindir sjávarins eigi að greiða fyrir þann aðgang. Aðgangur að heitu vatni er auðlindanýting og það hafa ekki allir aðgang að þeirri auðlind. Íslendingar eru lánsamir að hafa aðgang að þessari einstöku auðlind þar sem jarðhitinn er og þegar við hófum orkuskipti í húshitun var það mikil umskipti og nú eru um 90% heimila kynt með jarðhita Á Vestfjörðum eru kynntar hitaveitur, raforkuöryggi er ótryggt og vegna þess eru þessar hitaveitur oft kynntar með olíu sem eykur kostnað og losun gróðurhúsalofttegunda eykst. Í tillögum starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að mikilvægt væri að kanna sérstaklega möguleika á aukinni jarðhitanýtingu til húshitunar í fjórðungnum. Heitt vatn er að finna víða í fjórðungnum og hann þarf að nýta betur. Til þess þarf að tryggja fjármagn til jarðhitaleitar þannig að hægt verði að rannsaka til hlítar möguleika á jarðhita við rafkyntar hitaveitur. Það er því sérstaklega jákvætt að í fjárlögum næsta árs má finna 150 m.kr fram til jarðhitaleitarátaks á næsta ári. Hér er um að ræða sérstaklega arðbært verkefni á Vestfjörðum þar sem jákvæð niðurstaða slíkra rannsókna myndi draga úr notkun olíu og raforku við húshitun og þar með draga úr losun vegna olíunotkunar. Raforka er forsenda þess að uppbygging atvinnu, samfélaga og orkuskipta verði á svæðinu. Að auki eykur það jafnræði íbúa á svæðinu gagnvart öðrum íbúum landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Orkumál Byggðamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um samanburð á orkukostnaði heimila fyrir síðasta ár. Byggðastofnun hefur áður gefið út slíkar skýrslur og hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sambærilegum fasteignum víða um land. Það er fátt í þessari skýrslu sem kemur á óvart eða hefur verið dulið varðandi það hve kostnaður er mismunandi eftir landssvæðum og er margt sem skýrir þann mismun. Húshitun er munaður Þegar rýnt er í húshitunarkostnað er sem fyrr að munurinn á milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Hann er mikill , miklu meiri en ásættanlegt er. Munurinn á lægsta og hæsta mögulega húshitunarkostnaði er þrefaldur. Þó hefur þessi munur dregist saman m.a. vegna hækkunar niðurgreiðslna á dreif- og flutningskostnaði, aukinnar samkeppni á raforkusölumarkaði og húshitunarkostnaður hefur lækkað umtalsvert þar sem kynt er með rafmagni með tilkomu varmadæla. Margir hafa nýtt sér styrki til að setja upp varmadælur og geta því lækkað hitunarkosnað umtalsvert. Það sem heldur kemur ekki á óvart er að Vestfirðir tróni á toppi hvað húshitunarkostnað varðar ásamt Grímsey. Gamansagan af Vestfirðingnum sem var nýfluttur suður og greiddi glaður hitaveitureikninginn fyrir allan stigaganginn og þótti vel sloppið á mögulega enn við. Sameiginleg auðlind Við tölum oft um að þeir sem nýti auðlindir sjávarins eigi að greiða fyrir þann aðgang. Aðgangur að heitu vatni er auðlindanýting og það hafa ekki allir aðgang að þeirri auðlind. Íslendingar eru lánsamir að hafa aðgang að þessari einstöku auðlind þar sem jarðhitinn er og þegar við hófum orkuskipti í húshitun var það mikil umskipti og nú eru um 90% heimila kynt með jarðhita Á Vestfjörðum eru kynntar hitaveitur, raforkuöryggi er ótryggt og vegna þess eru þessar hitaveitur oft kynntar með olíu sem eykur kostnað og losun gróðurhúsalofttegunda eykst. Í tillögum starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að mikilvægt væri að kanna sérstaklega möguleika á aukinni jarðhitanýtingu til húshitunar í fjórðungnum. Heitt vatn er að finna víða í fjórðungnum og hann þarf að nýta betur. Til þess þarf að tryggja fjármagn til jarðhitaleitar þannig að hægt verði að rannsaka til hlítar möguleika á jarðhita við rafkyntar hitaveitur. Það er því sérstaklega jákvætt að í fjárlögum næsta árs má finna 150 m.kr fram til jarðhitaleitarátaks á næsta ári. Hér er um að ræða sérstaklega arðbært verkefni á Vestfjörðum þar sem jákvæð niðurstaða slíkra rannsókna myndi draga úr notkun olíu og raforku við húshitun og þar með draga úr losun vegna olíunotkunar. Raforka er forsenda þess að uppbygging atvinnu, samfélaga og orkuskipta verði á svæðinu. Að auki eykur það jafnræði íbúa á svæðinu gagnvart öðrum íbúum landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar