Pizzabakari reyndist eftirlýstur mafíósi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 07:39 Edgardo Greco var orðinn pizzabakari í Frakklandi. Lögreglan í Cosenza Ítalski mafíósinn Edgardo Greco var nýlega handtekinn í frönsku borginni Saint-Étienne eftir sautján ár á flótta. Greco hafði breytt um nafn og starfaði sem pizzabakari í borginni. Greco hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tvo bræður árið 1991. Greco var hluti af 'Ndrangheta-mafíunni sem starfaði á Calabria-svæðinu í suðurhluta Ítalíu. Mafían er í dag ein sú áhrifamesta á Ítalíu og er einnig með starfsemi um nánast alla Evrópu og í Suður-Ameríku. Árið 1991 var 'Ndrangheta-mafían í stríði við aðra mafíu. Þá myrti Greco bræður úr hinni mafíunni en lík þeirra fundust aldrei. Talið er að þau hafi verið leyst upp í sýru. Þá hefur Greco einnig verið sakaður um að hafa reynt að myrða annan mann í heimabæ sínum árið eftir. Það var árið 2006 sem dómari gaf út handtökutilskipun á hendur Greco. Þá flúði hann land og var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að koma fyrir dóm. Átta árum síðar, árið 2014, dúkkaði hann upp í frönsku borginni Saint-Étienne. Þar hóf hann störf sem pizzabakari á ítölskum veitingastað og kallaði sig Paolo Dimitrio. Hann hafði verið svo lengi í burtu að árið 2021 birtist hann í dagblaði í bænum þar sem hann ræddi eldamennsku sína. Í viðtalinu sagðist hann vera fæddur Ítali en innst inni væri hann frá Saint-Étienne. Þegar viðtalið birtist var hins vegar saksóknarinn Nicola Gratteri á hælum Greco. Hann hafði rakið ferðir hans og fundið Greco í borginni. Frönsk yfirvöld fóru þá að fylgjast með honum þar til Gratteri og hans teymi gat staðfest að þetta væri í raun og veru Greco. Hann var því handtekinn og fluttur aftur til Ítalíu þar sem hann mun dvelja í fangelsi restina af ævi sinni. Þetta er í annað sinn á árinu sem ítalskur mafíósi er handtekinn eftir fjölda ára á flótta. Um miðjan janúar var Matteo Messina Denaro handtekinn eftir þrjátíu ára fangelsi en hann hafði þó ekki flúið land líkt og Greco heldur dvaldi hann enn nálægt heimabæ sínum á Sikiley. Denaro og Greco eru ekki hluti af sömu mafíu. Ítalía Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Greco var hluti af 'Ndrangheta-mafíunni sem starfaði á Calabria-svæðinu í suðurhluta Ítalíu. Mafían er í dag ein sú áhrifamesta á Ítalíu og er einnig með starfsemi um nánast alla Evrópu og í Suður-Ameríku. Árið 1991 var 'Ndrangheta-mafían í stríði við aðra mafíu. Þá myrti Greco bræður úr hinni mafíunni en lík þeirra fundust aldrei. Talið er að þau hafi verið leyst upp í sýru. Þá hefur Greco einnig verið sakaður um að hafa reynt að myrða annan mann í heimabæ sínum árið eftir. Það var árið 2006 sem dómari gaf út handtökutilskipun á hendur Greco. Þá flúði hann land og var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að koma fyrir dóm. Átta árum síðar, árið 2014, dúkkaði hann upp í frönsku borginni Saint-Étienne. Þar hóf hann störf sem pizzabakari á ítölskum veitingastað og kallaði sig Paolo Dimitrio. Hann hafði verið svo lengi í burtu að árið 2021 birtist hann í dagblaði í bænum þar sem hann ræddi eldamennsku sína. Í viðtalinu sagðist hann vera fæddur Ítali en innst inni væri hann frá Saint-Étienne. Þegar viðtalið birtist var hins vegar saksóknarinn Nicola Gratteri á hælum Greco. Hann hafði rakið ferðir hans og fundið Greco í borginni. Frönsk yfirvöld fóru þá að fylgjast með honum þar til Gratteri og hans teymi gat staðfest að þetta væri í raun og veru Greco. Hann var því handtekinn og fluttur aftur til Ítalíu þar sem hann mun dvelja í fangelsi restina af ævi sinni. Þetta er í annað sinn á árinu sem ítalskur mafíósi er handtekinn eftir fjölda ára á flótta. Um miðjan janúar var Matteo Messina Denaro handtekinn eftir þrjátíu ára fangelsi en hann hafði þó ekki flúið land líkt og Greco heldur dvaldi hann enn nálægt heimabæ sínum á Sikiley. Denaro og Greco eru ekki hluti af sömu mafíu.
Ítalía Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41