Það er auðvelt að eyða peningum sem þú átt ekki Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar