Ferð til Vestmannaeyja - Örsaga um orkuskipti Sævar Helgi Bragason skrifar 3. febrúar 2023 11:30 Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma. En þegar heim var komið rann það loks upp fyrir mér. Ég hafði fengið nasasjón af framtíðinni. Ég ók nefnilega rafbíl í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn flutti rafknúinn Herjólfur okkur farþegana til Vestmannaeyja. Í Vestmanneyjum leigði ég svo Hopp-rafhlaupahjól við landganginn. Fimm mínútum eftir að rafferjan lagðist að bryggju var ég kominn á bóksafnið. Fyrir fáeinum árum hefði ég losað nærri 50 kg af gróðurhúsalofttegundum á sama ferðalagi, fram og til baka. Í þetta sinn var losunin 0 kg af gróðurhúsalofttegundum því allt ferðalagið var knúið hreinni innlendri raforku. Loftið var hreinna og hávaðinn miklu minni. Enginn þurfti að anda að sér sóti og bensíngufum úr rafbílnum eða ferjunni. Það var notalegt að standa úti á dekki í Herjólfi og hlusta á hafið og vindinn en ekki hávær vélahljóð. Sjávarloftið var líka merkilega ferskara en díselbræla gráu fortíðarinnar. Aksturinn fram og til baka kostaði rétt rúmar 900 kr. Á bensínbíl hefði ferðin kostað mig tíu sinnum meira, rúmar 9000 kr. Hopp-leigan kostaði 300 kr. og fargjaldið í Herjólf 2200 kr. Heildarkostnaður því 3400 kr en ekki 14.500 kr hefði fortíðar-ég orðið fórnarlamb eigin leti og tekið bensínbíl með í ferjuna. Fjórfalt ódýrara. Býsna góður sparnaður það. Þriðju orkuskiptin eru hafin. Þvílíkt gæfuspor fyrir lungu okkar, eyru, andrúmsloft og fjárhag. Drífum þetta almennilega af stað. Framtíðin er núna. Höfundur er vísindamiðlari og jarðarbúi sem horfir björtum augum á framtíðina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Helgi Bragason Vestmannaeyjar Samgöngur Umhverfismál Rafhlaupahjól Vistvænir bílar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma. En þegar heim var komið rann það loks upp fyrir mér. Ég hafði fengið nasasjón af framtíðinni. Ég ók nefnilega rafbíl í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn flutti rafknúinn Herjólfur okkur farþegana til Vestmannaeyja. Í Vestmanneyjum leigði ég svo Hopp-rafhlaupahjól við landganginn. Fimm mínútum eftir að rafferjan lagðist að bryggju var ég kominn á bóksafnið. Fyrir fáeinum árum hefði ég losað nærri 50 kg af gróðurhúsalofttegundum á sama ferðalagi, fram og til baka. Í þetta sinn var losunin 0 kg af gróðurhúsalofttegundum því allt ferðalagið var knúið hreinni innlendri raforku. Loftið var hreinna og hávaðinn miklu minni. Enginn þurfti að anda að sér sóti og bensíngufum úr rafbílnum eða ferjunni. Það var notalegt að standa úti á dekki í Herjólfi og hlusta á hafið og vindinn en ekki hávær vélahljóð. Sjávarloftið var líka merkilega ferskara en díselbræla gráu fortíðarinnar. Aksturinn fram og til baka kostaði rétt rúmar 900 kr. Á bensínbíl hefði ferðin kostað mig tíu sinnum meira, rúmar 9000 kr. Hopp-leigan kostaði 300 kr. og fargjaldið í Herjólf 2200 kr. Heildarkostnaður því 3400 kr en ekki 14.500 kr hefði fortíðar-ég orðið fórnarlamb eigin leti og tekið bensínbíl með í ferjuna. Fjórfalt ódýrara. Býsna góður sparnaður það. Þriðju orkuskiptin eru hafin. Þvílíkt gæfuspor fyrir lungu okkar, eyru, andrúmsloft og fjárhag. Drífum þetta almennilega af stað. Framtíðin er núna. Höfundur er vísindamiðlari og jarðarbúi sem horfir björtum augum á framtíðina
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar