Lögregluembættið greindi frá því nú um 13:30 að konan hafi fundist heil á húfi og þakkar veitta aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni.
Fréttin var uppfærð klukkan 13:30.
Sjötug kona sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundin heil á húfi. Ekkert hafði spurst til hennar síðan síðdegis í gær en konan er með alzheimer.
Lögregluembættið greindi frá því nú um 13:30 að konan hafi fundist heil á húfi og þakkar veitta aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni.
Fréttin var uppfærð klukkan 13:30.