Reiknar með að fallið verði frá sölunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2023 18:35 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Sara Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. Stendur það til, að draga þessa ákvörðun til baka? „Já ég reikna með því að við munum gera það. Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög. Það er ekki léttvægt að taka slíka ákvörðun sem við þurftum að taka. Þessar tillögur komu frá Landhelgisgæslunni og voru teknar í samráði við hana. Nú hafa þær aðstæður skapast að vilji er til að mæta því sem upp á vantar til að geta haldið óbreyttum rekstri á næsta ári og ég fagna því mjög ef að það gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Koma muni í ljós á næstu dögum hvernig málið fari. Auknar fjárheimildir þurfi Hann segir að gæslan verði að fá auknar fjárheimildir. „Salan á þessari vél hefði auðvitað alltaf verið háð endanlegu samþykki Alþingis af því að við höfum enga heimild til að selja hana án samþykkis Alþingis og stemningin er þannig sem betur fer að menn vilja þá frekar leita annarra lausna og við fögnum því.“ Var þetta bragð frá upphafi til að fá auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar? Að tilkynna sölu á vélinni vitandi að viðbrögð yrðu mikil? „Nei það var ekkert trikk í því. Staðreyndir máls liggja fyrir og það verður að segja þær og mæta þeim eins og þær eru. Viðbrögð við því verða einhver og þetta gæti orðið niðurstaðan. Á sama tíma teljum við að leita þurfi hagræðingar í rekstri.“ En hvers vegna þarf svona sölutilkynningu til að ríkisstjórnin bregðist við og átti sig á stöðunni? Er ekkert samtal hjá ríkisstjórninni um þessi mál. Hvers vegna koma þessi viðbrögð fram núna? „Jú jú, það hefur átt sér stað samtal og það má segja að þegar upplýsingarnar lágu fyrir við fjárlagagerðina að við fengum 600 milljón króna framlag til viðbótar frá ríkisstjórninni og þinginu inn í reksturinn á þessu ári. Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því.“ Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Stendur það til, að draga þessa ákvörðun til baka? „Já ég reikna með því að við munum gera það. Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög. Það er ekki léttvægt að taka slíka ákvörðun sem við þurftum að taka. Þessar tillögur komu frá Landhelgisgæslunni og voru teknar í samráði við hana. Nú hafa þær aðstæður skapast að vilji er til að mæta því sem upp á vantar til að geta haldið óbreyttum rekstri á næsta ári og ég fagna því mjög ef að það gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Koma muni í ljós á næstu dögum hvernig málið fari. Auknar fjárheimildir þurfi Hann segir að gæslan verði að fá auknar fjárheimildir. „Salan á þessari vél hefði auðvitað alltaf verið háð endanlegu samþykki Alþingis af því að við höfum enga heimild til að selja hana án samþykkis Alþingis og stemningin er þannig sem betur fer að menn vilja þá frekar leita annarra lausna og við fögnum því.“ Var þetta bragð frá upphafi til að fá auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar? Að tilkynna sölu á vélinni vitandi að viðbrögð yrðu mikil? „Nei það var ekkert trikk í því. Staðreyndir máls liggja fyrir og það verður að segja þær og mæta þeim eins og þær eru. Viðbrögð við því verða einhver og þetta gæti orðið niðurstaðan. Á sama tíma teljum við að leita þurfi hagræðingar í rekstri.“ En hvers vegna þarf svona sölutilkynningu til að ríkisstjórnin bregðist við og átti sig á stöðunni? Er ekkert samtal hjá ríkisstjórninni um þessi mál. Hvers vegna koma þessi viðbrögð fram núna? „Jú jú, það hefur átt sér stað samtal og það má segja að þegar upplýsingarnar lágu fyrir við fjárlagagerðina að við fengum 600 milljón króna framlag til viðbótar frá ríkisstjórninni og þinginu inn í reksturinn á þessu ári. Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því.“
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira