Stærðarinnar smíðaverkstæði brunnið í Fljótsdal Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 22:42 Brunavarnir Austurlands eru á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fjárhús við bæinn Víðivelli 1 í Fljótsdalshreppi stendur í ljósum logum eftir að eldur kom upp í því um klukkan 21 í kvöld. Slökkvistarf gengur vel og hvorki menn né málleysingjar voru í húsunum, enda hefur það um árabil verið notað sem smíðaverkstæði. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé mætt á staðinn og að menn standi í ströngu við að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að slökkvistarf gangi vel og að enginn hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Í frétt Austurfréttar, sem greindi fyrst frá brunanum, segir að fjárhúsið hafi ekki verið notuð sem slíkt um árabil heldur hafi það verið notað sem trésmíðaverkstæði. Hörður Guðmundsson, sem leigir fjárhúsið, sem er um 400 fermetrar að stærð, undir trésmíðaverkstæði sitt, segir í samtali við Vísi að svo megi segja að verkstæðið hans sé brunnið til kaldra kola ásamt öllum hans verkfærum. Þeirra á meðal séu stórar trésmíðavélar og því ljóst að tjónið sé mikið. Hann segir að vel hafi gengið að hemja eldinn og að hann hafi ekki náð að læsa sér í nærliggjandi hlöðu. Þar séu aðeins sótskemmdir. Þá segir í frétt Austurfréttar að bærinn Víðivellir 1 standi nánast beint á móti félagsheimilinu Végarði Suðurdalsmegin. Þar hafi fólk verið við undirbúning þorrablót og orðið vart við eldinn upp úr klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Fljótsdalshreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé mætt á staðinn og að menn standi í ströngu við að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að slökkvistarf gangi vel og að enginn hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Í frétt Austurfréttar, sem greindi fyrst frá brunanum, segir að fjárhúsið hafi ekki verið notuð sem slíkt um árabil heldur hafi það verið notað sem trésmíðaverkstæði. Hörður Guðmundsson, sem leigir fjárhúsið, sem er um 400 fermetrar að stærð, undir trésmíðaverkstæði sitt, segir í samtali við Vísi að svo megi segja að verkstæðið hans sé brunnið til kaldra kola ásamt öllum hans verkfærum. Þeirra á meðal séu stórar trésmíðavélar og því ljóst að tjónið sé mikið. Hann segir að vel hafi gengið að hemja eldinn og að hann hafi ekki náð að læsa sér í nærliggjandi hlöðu. Þar séu aðeins sótskemmdir. Þá segir í frétt Austurfréttar að bærinn Víðivellir 1 standi nánast beint á móti félagsheimilinu Végarði Suðurdalsmegin. Þar hafi fólk verið við undirbúning þorrablót og orðið vart við eldinn upp úr klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Fljótsdalshreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira