Ekkert meitlað í stein þó að spáin um krabbameinstilfelli sé sláandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 21:01 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir Íslendinga eiga eftir að ganga í gegnum öldrun þjóðarinnar líkt og önnur lönd hafa gert. Vísir/Ívar Fannar Eftir tæp tuttugu ár munu um þúsund fleiri greinast með krabbamein samanborið við það sem nú er, ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að heilbrigðiskerfið sé þegar komið að þolmörkum og bregðast verði við með skýrum aðgerðum. Þó staðan sé þung sé enn svigrúm til að bregðast við. Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira