Erlent

Tíu létust í snjó­flóðum í Ölpunum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mynd úr Ölpunum. Fyrir miðju og til hægri má sjá snjóflóðavarnargarða.
Mynd úr Ölpunum. Fyrir miðju og til hægri má sjá snjóflóðavarnargarða. Getty/Karl-Josef Hildenbrand

Tíu manns létu lífið um helgina í snjóflóðum á ýmsum stöðum, bæði í austurríska og svissneska hluta Alpafjallanna. Meirihluti þeirra látnu voru erlendir ferðamenn. 

Að fara á skíði í Ölpunum er með betri vetrarskemmtunum að mati margra og ferðast milljónir ferðamanna þangað ár hvert til að renna sér niður brekkur fjallgarðsins. 

BBC greinir frá því að um helgina hafi tíu manns látið lífið í snjóflóðum í fjöllunum þrátt fyrir að austurrísk yfirvöld hafi varað við aukinni snjóflóðahættu.

Fimm létust í dag í Týról-héraði í Austurríki, þar á meðal einn sem fannst látinn í Sankt Anton am Arlberg og annar fannst látinn í kringum topp Hohe Aifner. 

Í gær fundust þrír ferðamenn látnir sem voru að skíða utanbrautar, sautján ára unglingur frá Nýja-Sjálandi, 32 ára einstaklingur frá Kína og þýskur karlmaður á fimmtugsaldri. 

Í Sviss létust tvö er þau urðu fyrir snjóflóði í Graubuenden en með þeim var þriðji einstaklingurinn. Sá slapp heill á húfi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×