Segir NHL „hrækja framan í“ úkraínsk börn Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 09:01 Alexander Ovechkin, sem er leikmaður Washington Capitals, og Sergei sonur hans fengu sviðsljósið í hæfileikakeppni stjörnuleiks NHL-deildarinnar. Getty/Eliot J. Schechter Tékkneska markmannsgoðsögnin Dominik Hasek hraunaði yfir bandarísku NHL-deildina í íshokkí og framkvæmdastjóra hennar, Gary Bettman, eftir sviðsljósið sem Rússinn Alexander Ovechkin og sonur hans fengu á stjörnuleik NHL. Stjörnuleikur NHL-deildarinnar fer fram árlega og hluti af skemmtuninni er að sjá stjörnur deildarinnar keppa um hver sé fljótastur á svellinu, skjóti hraðast og fleira. Það sem reitti Hasek til reiði var hins vegar þegar Ovechkin, sem er dyggur stuðningsmaður Vladimirs Pútín, kom inn á svellið með fjögurra ára son sinn, Sergei, í hæfileikakeppninni og strákurinn fékk að skora við fögnuð áhorfenda. „NHL og Gary Bettman verða að svara til saka fyrir þetta viðbjóðslega atriði,“ skrifaði Hasek meðal annars á Twitter. Dyggur stuðningsmaður Pútíns Ástæðan er samband Ovechkin við Pútín, forseta Rússlands. Ovechkin hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður Pútíns og enn í dag, ári eftir innrás Rússa í Úkraínu, er hann með mynd af sér og Pútín saman sem aðalmynd á Instagram-síðu sinni. „Hann er forsetinn minn. En ég er ekki stjórnmálamaður, ég er íþróttamaður, og vonandi lýkur þessu fljótt. Þetta er erfið staða fyrir báða aðila,“ sagði Ovechkin skömmu eftir að innrás Rússa hófst í fyrra. Í þessu ljósi var Hasek því síður en svo skemmt við að sjá Ovechkin-feðgana fá alla athyglina í stjörnuleiknum. „NHL-deildin er komin niður á botninn. Það að leyfa syni Ovechkin að sýna sig á ísnum í NHL stjörnuleiknum er eins og að hrækja framan í andlit 500 látinna, úkraínskra barna, þúsunda slasaðra og tugþúsunda úkraínskra barna sem numin hafa verið á brott,“ skrifaði Hasek. The @NHL has sunk to rock bottom! Letting Ovechkin's son perform on the ice at the NHL All-Star is spitting in the face of approximately 500 killed, thousands injured and tens of thousands of kidnapped Ukrainian children. The NHL and Gary Bettman must pay for this heinous act! pic.twitter.com/XiiuP8dA8Z— Dominik Hasek (@hasek_dominik) February 4, 2023 Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn Sjá meira
Stjörnuleikur NHL-deildarinnar fer fram árlega og hluti af skemmtuninni er að sjá stjörnur deildarinnar keppa um hver sé fljótastur á svellinu, skjóti hraðast og fleira. Það sem reitti Hasek til reiði var hins vegar þegar Ovechkin, sem er dyggur stuðningsmaður Vladimirs Pútín, kom inn á svellið með fjögurra ára son sinn, Sergei, í hæfileikakeppninni og strákurinn fékk að skora við fögnuð áhorfenda. „NHL og Gary Bettman verða að svara til saka fyrir þetta viðbjóðslega atriði,“ skrifaði Hasek meðal annars á Twitter. Dyggur stuðningsmaður Pútíns Ástæðan er samband Ovechkin við Pútín, forseta Rússlands. Ovechkin hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður Pútíns og enn í dag, ári eftir innrás Rússa í Úkraínu, er hann með mynd af sér og Pútín saman sem aðalmynd á Instagram-síðu sinni. „Hann er forsetinn minn. En ég er ekki stjórnmálamaður, ég er íþróttamaður, og vonandi lýkur þessu fljótt. Þetta er erfið staða fyrir báða aðila,“ sagði Ovechkin skömmu eftir að innrás Rússa hófst í fyrra. Í þessu ljósi var Hasek því síður en svo skemmt við að sjá Ovechkin-feðgana fá alla athyglina í stjörnuleiknum. „NHL-deildin er komin niður á botninn. Það að leyfa syni Ovechkin að sýna sig á ísnum í NHL stjörnuleiknum er eins og að hrækja framan í andlit 500 látinna, úkraínskra barna, þúsunda slasaðra og tugþúsunda úkraínskra barna sem numin hafa verið á brott,“ skrifaði Hasek. The @NHL has sunk to rock bottom! Letting Ovechkin's son perform on the ice at the NHL All-Star is spitting in the face of approximately 500 killed, thousands injured and tens of thousands of kidnapped Ukrainian children. The NHL and Gary Bettman must pay for this heinous act! pic.twitter.com/XiiuP8dA8Z— Dominik Hasek (@hasek_dominik) February 4, 2023
Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn Sjá meira