Mikið hefur verið fjallað um morðið á Tengs í norskum fjölmiðlum síðustu ár. Verdens Gang segir frá því að Vassbakk hafi hnigið niður í dómsal eftir að dómur var kveðinn upp.
Hin sautján ára Tengs fannst látin á Karmøy við Haugasund 6. maí 1995. Var ljóst að henni hafði verið nauðgað áður en hún var drepin. Hinn grunaði í málinu var á þrítugsaldri á þeim tíma sem morðið var framið.
Vassbakk var einnig dæmdur til að greiða foreldrum Tengs samtals 1,2 milljónir norskra króna í miskabætur, um 17 milljónir íslenskra króna.
Greint var frá því haustið 2021 að karlmaður á sextugsaldri lægi undir skjalfestum grun um morðið á Tengs.
Vassbakk neitaði sök í málinu en hann var handtekinn meðal annars eftir að niðurstöður bárust úr rannsókn sem gerð var í Austurríki á lífsýni sem tekið var árið 2019. Vassbakk hafði áður komið við sögu í rannsókn lögreglunnar á málinu.
Frændi Tengs var dæmdur fyrir morðið á henni árið 1997 en var sýknaður ári síðar.