„Allt í þessum drykk er bara drasl“ Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 14:01 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er ekki mikið fyrir innihaldið í íþróttadrykknum Prime. Vísir/Getty/Bylgjan Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. Þegar drykkurinn Prime fór í sölu hér á landi í lok síðasta árs myndaðist öngþveiti á sölustöðum drykkjarins. Dæmi voru um að börn skrópuðu í skólanum til að fjárfesta í drykknum sem er svo vinsæll að meira að segja tómar flöskur af honum hafa verið til sölu á netinu. Klippa: Bítið - Ættu börn að drekka tískudrykkinn Prime? Vinsældir drykkjarins má rekja til forsprakka hans, samfélagsmiðlastjarnanna KSI og Logan Paul. Aðdáendur þeirra víða um heim hafa beðið með eftirvæntingu eftir að smakka drykkinn síðan hann kom fyrst út. Áhyggjur af magni A-vítamíns í drykknum Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er þó ekki mikið fyrir Prime, sérstaklega þegar kemur að innihaldi drykkjarins. Fjallað hefur verið um óvenju mikið magn A-vítamíns í drykknum en í einni flösku er rúmlega tvöfaldur ráðlagður dagsskammtur fyrir börn af vítamíninu. Rætt var við Elísabetu um innihald drykkjarins í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það er of mikið A-vítamín fyrir börn en ég efast nú um… þau þurfa að drekka svolítið hressilega til að fá A-vítamín eitrun því A-vítamín er fituleysanlegt vítamín. Þau þurfa þá að borða eitthvað til að taka þetta upp, eitthvað sem er með fitu, þau þurfa þá að drekka þetta með mat. En þá er spurning ef þau eru ekki að drekka þetta með mat, hvað verður þá um A-vítamínið? Elísabet útskýrir að líkaminn skolar ekki út A-vítamíninu og því safnast það upp. „Það sem er vandamálið í þessu er að þau eru ekki að nýta þetta þannig þetta sest upp. Þú pissar þessu ekki, það er vandamálið sem fólk þarf að skilja. Þetta getur sest upp í lifrinni, þau eru að fara að drekka þetta á næstu mánuðum eða á meðan þessir áhrifavaldar eru ennþá vinsælir.“ Segir innihaldið vera „drasl“ Áhyggjur Elísabetar snúa þó ekki bara að magni A-vítamíns í drykknum. „Það sem er alvarlegt þarna það er sítrónusýra sem getur valdið skaða í slímhúðinni, börn með astma eru í hættu, börn með ristilvandamál eru í hættu. Þannig við gleymum að horfa á aðrar innihaldslýsingar sem geta skaðað börnin,“ segir hún. Þá var rætt um það hvort það ætti að banna drykkinn fyrir börn og ungmenni, sem eru einmitt helsti markhópur Prime. Elísabet útskýrði að drykkurinn væri innan marka og því komist hann hjá bönnum. Þó svo að drykkurinn sleppi í gegnum reglugerðir var Elísabet harðorð um innihald hans: „Allt í þessum drykk er bara drasl.“ Klippa: Aldrei séð annað eins Elísabet sagðist þó kannski geta huggað sig við að sjá amínósýrur í innihaldslýsingu drykkjarins. „Amínósýrur eru góðar fyrir taugaboðefnin. Krökkunum veitir nú ekki af því, aðeins að „bústa“ upp jákvæðnina og drifkraftinn.“ Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Bítið Börn og uppeldi Heilsa Tengdar fréttir N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. 16. desember 2022 12:28 Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þegar drykkurinn Prime fór í sölu hér á landi í lok síðasta árs myndaðist öngþveiti á sölustöðum drykkjarins. Dæmi voru um að börn skrópuðu í skólanum til að fjárfesta í drykknum sem er svo vinsæll að meira að segja tómar flöskur af honum hafa verið til sölu á netinu. Klippa: Bítið - Ættu börn að drekka tískudrykkinn Prime? Vinsældir drykkjarins má rekja til forsprakka hans, samfélagsmiðlastjarnanna KSI og Logan Paul. Aðdáendur þeirra víða um heim hafa beðið með eftirvæntingu eftir að smakka drykkinn síðan hann kom fyrst út. Áhyggjur af magni A-vítamíns í drykknum Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er þó ekki mikið fyrir Prime, sérstaklega þegar kemur að innihaldi drykkjarins. Fjallað hefur verið um óvenju mikið magn A-vítamíns í drykknum en í einni flösku er rúmlega tvöfaldur ráðlagður dagsskammtur fyrir börn af vítamíninu. Rætt var við Elísabetu um innihald drykkjarins í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það er of mikið A-vítamín fyrir börn en ég efast nú um… þau þurfa að drekka svolítið hressilega til að fá A-vítamín eitrun því A-vítamín er fituleysanlegt vítamín. Þau þurfa þá að borða eitthvað til að taka þetta upp, eitthvað sem er með fitu, þau þurfa þá að drekka þetta með mat. En þá er spurning ef þau eru ekki að drekka þetta með mat, hvað verður þá um A-vítamínið? Elísabet útskýrir að líkaminn skolar ekki út A-vítamíninu og því safnast það upp. „Það sem er vandamálið í þessu er að þau eru ekki að nýta þetta þannig þetta sest upp. Þú pissar þessu ekki, það er vandamálið sem fólk þarf að skilja. Þetta getur sest upp í lifrinni, þau eru að fara að drekka þetta á næstu mánuðum eða á meðan þessir áhrifavaldar eru ennþá vinsælir.“ Segir innihaldið vera „drasl“ Áhyggjur Elísabetar snúa þó ekki bara að magni A-vítamíns í drykknum. „Það sem er alvarlegt þarna það er sítrónusýra sem getur valdið skaða í slímhúðinni, börn með astma eru í hættu, börn með ristilvandamál eru í hættu. Þannig við gleymum að horfa á aðrar innihaldslýsingar sem geta skaðað börnin,“ segir hún. Þá var rætt um það hvort það ætti að banna drykkinn fyrir börn og ungmenni, sem eru einmitt helsti markhópur Prime. Elísabet útskýrði að drykkurinn væri innan marka og því komist hann hjá bönnum. Þó svo að drykkurinn sleppi í gegnum reglugerðir var Elísabet harðorð um innihald hans: „Allt í þessum drykk er bara drasl.“ Klippa: Aldrei séð annað eins Elísabet sagðist þó kannski geta huggað sig við að sjá amínósýrur í innihaldslýsingu drykkjarins. „Amínósýrur eru góðar fyrir taugaboðefnin. Krökkunum veitir nú ekki af því, aðeins að „bústa“ upp jákvæðnina og drifkraftinn.“
Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Bítið Börn og uppeldi Heilsa Tengdar fréttir N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. 16. desember 2022 12:28 Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. 16. desember 2022 12:28
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20