Enn um úthlutun tollkvóta Margrét Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 11:30 Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Margrét Gísladóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun