Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 12:10 Eftirskjálfti sem mældist 7,5 að stærð reið yfir fyrir hádegi í dag. Eyðileggingin er víða mikil í Tyrklandi. EPA Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. Skjálftinn átti upptök sín skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og var 7,8 á stærð. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka eftir því sem frekari upplýsingar berast. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við þau héruð sem verst urðu úti í Sýrlandi, þar sem þau eru á valdi uppreisnarmanna eftir áralangt borgarastríð. Mörg þúsund eru slasaðir og hundruð manns eru sögð föst undir rústum bygginga. Að sögn talsmanns tyrkneskra yfirvalda eru að minnsta kosti sex þúsund særðir eftir skjálftann. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er búsettur í suðausturhluta Tyrklands. Hann var staddur í Istanbul þar sem hann átti að spila fótboltaleik í dag með liði sínu Adana Demispor. Kærasta Birkis, Sophie Gordon, var á heimili þeirra í Adana þegar jarðskjálftinn reið yfir en borgin er ein af þeim sem verst fóru út úr skjálftanum. „Það er svolítið panik i gangi hérna. Ég var nú bara sofandi í nótt klukkan fjögur þegar kærasta mín hringdi og sagði mér frá þvi að það væri svakalegt ástand í Adana. Hún hreinlega gat ekki staðið í lappirnar, það var svo mikill skjálfti. Þetta er búið að vera erfiður tími núna í morgun.“ Frá björgunaraðgerðum í Diyarbakir.EPA Freista þess að komast til Adana Birkir og hinir leikmenn liðsins urðu sjálfir ekki varir við skjálftann. Þeir eru núna á leið upp á flugvöll og ætla að freista þess að komast aftur til Adana. Hann viti ekki til þess að neinn úr liðinu hafi misst einhvern nákominn. „Nei, held að allir hafi sloppið þannig séð, það er bara meiri hræðsla innan hópsins, það eru öllum sagt að fara út úr húsum og byggingum þannig að fólk er bara úti á götum og veit hreinlega ekki hvað næsta skref er,“ sagði Birkir Bjarnason. Ekki fengið tilkynningar Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki hafa fengið tilkynningar um Íslendinga á þeim svæðum sem verst urðu úti. Hann segir íslenska sérfræðinga á sviði samhæfingar við leit og rústabjörgun á viðbragðslista Sameinuðu þjóðanna. „Þeir eru í startholunum að fara á vettvang ef þess gerist þörf og íslenskt stjórnvöld myndu þá standa straum af kostnaði við það. Við höfum líka átt í samtali við Rauða krossinn varðandi að sendifulltrúar á vegum hans fari á vettvang sé þess óskað,“ segir Sveinn H. Guðmarsson. Hann biðlar til Íslendinga í Tyrklandi að láta aðstandendur vita af sér. Tyrkland er eitt virkasta jarðskjálftasvæði heims. Sautján þúsund manns létust árið 1999 þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir þar í landi. Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16 „Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34 Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Skjálftinn átti upptök sín skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og var 7,8 á stærð. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka eftir því sem frekari upplýsingar berast. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við þau héruð sem verst urðu úti í Sýrlandi, þar sem þau eru á valdi uppreisnarmanna eftir áralangt borgarastríð. Mörg þúsund eru slasaðir og hundruð manns eru sögð föst undir rústum bygginga. Að sögn talsmanns tyrkneskra yfirvalda eru að minnsta kosti sex þúsund særðir eftir skjálftann. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er búsettur í suðausturhluta Tyrklands. Hann var staddur í Istanbul þar sem hann átti að spila fótboltaleik í dag með liði sínu Adana Demispor. Kærasta Birkis, Sophie Gordon, var á heimili þeirra í Adana þegar jarðskjálftinn reið yfir en borgin er ein af þeim sem verst fóru út úr skjálftanum. „Það er svolítið panik i gangi hérna. Ég var nú bara sofandi í nótt klukkan fjögur þegar kærasta mín hringdi og sagði mér frá þvi að það væri svakalegt ástand í Adana. Hún hreinlega gat ekki staðið í lappirnar, það var svo mikill skjálfti. Þetta er búið að vera erfiður tími núna í morgun.“ Frá björgunaraðgerðum í Diyarbakir.EPA Freista þess að komast til Adana Birkir og hinir leikmenn liðsins urðu sjálfir ekki varir við skjálftann. Þeir eru núna á leið upp á flugvöll og ætla að freista þess að komast aftur til Adana. Hann viti ekki til þess að neinn úr liðinu hafi misst einhvern nákominn. „Nei, held að allir hafi sloppið þannig séð, það er bara meiri hræðsla innan hópsins, það eru öllum sagt að fara út úr húsum og byggingum þannig að fólk er bara úti á götum og veit hreinlega ekki hvað næsta skref er,“ sagði Birkir Bjarnason. Ekki fengið tilkynningar Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki hafa fengið tilkynningar um Íslendinga á þeim svæðum sem verst urðu úti. Hann segir íslenska sérfræðinga á sviði samhæfingar við leit og rústabjörgun á viðbragðslista Sameinuðu þjóðanna. „Þeir eru í startholunum að fara á vettvang ef þess gerist þörf og íslenskt stjórnvöld myndu þá standa straum af kostnaði við það. Við höfum líka átt í samtali við Rauða krossinn varðandi að sendifulltrúar á vegum hans fari á vettvang sé þess óskað,“ segir Sveinn H. Guðmarsson. Hann biðlar til Íslendinga í Tyrklandi að láta aðstandendur vita af sér. Tyrkland er eitt virkasta jarðskjálftasvæði heims. Sautján þúsund manns létust árið 1999 þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir þar í landi.
Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16 „Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34 Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16
„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34
Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22
Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40