Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. febrúar 2023 13:49 Þóra Arnórsdóttir. RÚV Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn. Þóra segist í samtali við Vísi reikna með að taka nokkra daga í að ganga frá í Efstaleiti. Það taki tíma þegar maður hafi verið á svæðinu í 25 ár, með einhverjum hléum þó. „Ég hætti strax sem ritstjóri Kveiks. Um leið og þú ert farinn að vinna annars staðar þá er það eðlilegt í starfi eins og mínu,“ segir Þóra. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri Kveiks af Þóru. Aðspurð hvað taki við vill Þóra ekki upplýsa um það að svo stöddu. Hún segist þó kveðja fjölmiðla í bili. „Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildarþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung.“ Hún segist mjög spennt fyrir því að halda inn á annan vettvang og mæti þeim verkefnum sem bíða hennar af auðmýkt. Kveikur var fyrst á dagskrá Ríkissjónvarpsins haustið 2017 og og hefur Þóra gegnt ritstjórastöðunni frá upphafi, ef frá er talið tímabil 2019 til 2020. Á árum áður var Þóra í hópi umsjónarmanna spurningaþáttarins Útsvars sem var á dagskrá RÚV á árunum 2007 til 2017. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins árið 2012. Aðspurð hvort hún hyggi nokkuð á annað framboð hlær hún og greinilegt á henni að Guðni Th. Jóhannesson þurfi ekki að hafa áhyggjur af mótframboði á næsta ári, að minnsta kosti ekki frá henni. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þóra segist í samtali við Vísi reikna með að taka nokkra daga í að ganga frá í Efstaleiti. Það taki tíma þegar maður hafi verið á svæðinu í 25 ár, með einhverjum hléum þó. „Ég hætti strax sem ritstjóri Kveiks. Um leið og þú ert farinn að vinna annars staðar þá er það eðlilegt í starfi eins og mínu,“ segir Þóra. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri Kveiks af Þóru. Aðspurð hvað taki við vill Þóra ekki upplýsa um það að svo stöddu. Hún segist þó kveðja fjölmiðla í bili. „Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildarþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung.“ Hún segist mjög spennt fyrir því að halda inn á annan vettvang og mæti þeim verkefnum sem bíða hennar af auðmýkt. Kveikur var fyrst á dagskrá Ríkissjónvarpsins haustið 2017 og og hefur Þóra gegnt ritstjórastöðunni frá upphafi, ef frá er talið tímabil 2019 til 2020. Á árum áður var Þóra í hópi umsjónarmanna spurningaþáttarins Útsvars sem var á dagskrá RÚV á árunum 2007 til 2017. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins árið 2012. Aðspurð hvort hún hyggi nokkuð á annað framboð hlær hún og greinilegt á henni að Guðni Th. Jóhannesson þurfi ekki að hafa áhyggjur af mótframboði á næsta ári, að minnsta kosti ekki frá henni.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira