Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2023 08:30 Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar