ÍSÍ og ÍF mótmæla mögulegri þátttöku Rússa og Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 12:13 Sumarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Tókýó 2021, ári síðar en til stóð, og fara næst fram í París 2024. Getty/Matthias Hangst Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, og Íþróttasamband fatlaðra, hafa ásamt sams konar samböndum á Norðurlöndum sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræðu um mögulega endurkomu rússnesks íþróttafólks til keppni í alþjóðlegum mótum. Í yfirlýsingunni er ítrekuð skýr afstaða sambandanna þess efnis að ekki skuli opna fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi í alþjóðlegu íþróttastarfi. Samböndin lýsa yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og ítreka kröfuna um frið. Rússneskt íþróttafólk var bannað frá alþjóðlegum keppnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í fyrra. Alþjóðaólympíunefndin, IOC, virtist hins vegar fyrir tveimur vikum hafa í hyggju að gefa á ný grænt ljós fyrir Rússa og Hvít-Rússa, svo að keppendur þaðan gætu keppt að því að komast inn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Þetta vakti hörð viðbrögð og Kamil Bortniczuk, íþrótta- og ferðamálaráðherra Póllands, sagði að allt að fjörutíu þjóðir kæmu til með að sniðganga Ólympíuleikana ef að Rússum og Hvít-Rússum yrði leyft að keppa. IOC sendi svo frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fullyrt var að áfram yrði viðhaldið þeim refsingum sem ákveðnar voru fyrir þjóðirnar tvær, og að um annað yrði ekki hægt að semja. Yfirlýsing ÍSÍ, ÍF og annarra sambanda Norðurlandanna er í takti við þá yfirlýsingu og er hægt að lesa hana hér að neðan. Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu ÍSÍ Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sjá meira
Í yfirlýsingunni er ítrekuð skýr afstaða sambandanna þess efnis að ekki skuli opna fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi í alþjóðlegu íþróttastarfi. Samböndin lýsa yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og ítreka kröfuna um frið. Rússneskt íþróttafólk var bannað frá alþjóðlegum keppnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í fyrra. Alþjóðaólympíunefndin, IOC, virtist hins vegar fyrir tveimur vikum hafa í hyggju að gefa á ný grænt ljós fyrir Rússa og Hvít-Rússa, svo að keppendur þaðan gætu keppt að því að komast inn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Þetta vakti hörð viðbrögð og Kamil Bortniczuk, íþrótta- og ferðamálaráðherra Póllands, sagði að allt að fjörutíu þjóðir kæmu til með að sniðganga Ólympíuleikana ef að Rússum og Hvít-Rússum yrði leyft að keppa. IOC sendi svo frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fullyrt var að áfram yrði viðhaldið þeim refsingum sem ákveðnar voru fyrir þjóðirnar tvær, og að um annað yrði ekki hægt að semja. Yfirlýsing ÍSÍ, ÍF og annarra sambanda Norðurlandanna er í takti við þá yfirlýsingu og er hægt að lesa hana hér að neðan. Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves
Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu ÍSÍ Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sjá meira