ÍSÍ og ÍF mótmæla mögulegri þátttöku Rússa og Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 12:13 Sumarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Tókýó 2021, ári síðar en til stóð, og fara næst fram í París 2024. Getty/Matthias Hangst Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, og Íþróttasamband fatlaðra, hafa ásamt sams konar samböndum á Norðurlöndum sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræðu um mögulega endurkomu rússnesks íþróttafólks til keppni í alþjóðlegum mótum. Í yfirlýsingunni er ítrekuð skýr afstaða sambandanna þess efnis að ekki skuli opna fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi í alþjóðlegu íþróttastarfi. Samböndin lýsa yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og ítreka kröfuna um frið. Rússneskt íþróttafólk var bannað frá alþjóðlegum keppnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í fyrra. Alþjóðaólympíunefndin, IOC, virtist hins vegar fyrir tveimur vikum hafa í hyggju að gefa á ný grænt ljós fyrir Rússa og Hvít-Rússa, svo að keppendur þaðan gætu keppt að því að komast inn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Þetta vakti hörð viðbrögð og Kamil Bortniczuk, íþrótta- og ferðamálaráðherra Póllands, sagði að allt að fjörutíu þjóðir kæmu til með að sniðganga Ólympíuleikana ef að Rússum og Hvít-Rússum yrði leyft að keppa. IOC sendi svo frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fullyrt var að áfram yrði viðhaldið þeim refsingum sem ákveðnar voru fyrir þjóðirnar tvær, og að um annað yrði ekki hægt að semja. Yfirlýsing ÍSÍ, ÍF og annarra sambanda Norðurlandanna er í takti við þá yfirlýsingu og er hægt að lesa hana hér að neðan. Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu ÍSÍ Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Í yfirlýsingunni er ítrekuð skýr afstaða sambandanna þess efnis að ekki skuli opna fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi í alþjóðlegu íþróttastarfi. Samböndin lýsa yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og ítreka kröfuna um frið. Rússneskt íþróttafólk var bannað frá alþjóðlegum keppnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í fyrra. Alþjóðaólympíunefndin, IOC, virtist hins vegar fyrir tveimur vikum hafa í hyggju að gefa á ný grænt ljós fyrir Rússa og Hvít-Rússa, svo að keppendur þaðan gætu keppt að því að komast inn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Þetta vakti hörð viðbrögð og Kamil Bortniczuk, íþrótta- og ferðamálaráðherra Póllands, sagði að allt að fjörutíu þjóðir kæmu til með að sniðganga Ólympíuleikana ef að Rússum og Hvít-Rússum yrði leyft að keppa. IOC sendi svo frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fullyrt var að áfram yrði viðhaldið þeim refsingum sem ákveðnar voru fyrir þjóðirnar tvær, og að um annað yrði ekki hægt að semja. Yfirlýsing ÍSÍ, ÍF og annarra sambanda Norðurlandanna er í takti við þá yfirlýsingu og er hægt að lesa hana hér að neðan. Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves
Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: 1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst. 2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi. 3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar. 4. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið. 5. Við, Ólympíunefndir, íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu. Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: Danmörk Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic Committee, John Petersson Finnland Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio Ísland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested Noregur Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll Svíþjóð Swedish Olympic Committee, Acting President Anders LarssonSwedish Confederation of Sports, Björn ErikssonSwedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin Grænland The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann Færeyjar Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen Álandseyjar Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu ÍSÍ Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira