„Væntanlega að biðja til allra guða sem til eru“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 15:31 Matas Pranckevicus kom til Hauka fyrir tímabilið en hefur ekki náð að standa undir væntingum í marki liðsins. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti