„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2023 14:55 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS. Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS.
Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent