„Án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“ Sigmar Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2023 23:00 23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem vinna gegn því auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi "án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda". Ótrúlegt alveg að í skýrslu sem nær til áranna 2014-2018 skuli þetta vera niðurstaðan, „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“. Þessi setning, frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda, er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein, sem stækkar ár frá ári, stjórnlaust. Stundum í óþökk náttúrunnar í gegndarlausu kapphlaupi um svæði, nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur skapi tilhlýðilegan ramma um atvinnugrein sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið. Hér er látið reka á reiðanum. Framtíðarsýnin fyrir greinina er engin, enda kom þetta metnaðarleysi glögglega í ljós í svörum forsætisráðherra um skýrsluna á Alþingi eftir að skýrslan varð opinber. Í svörum verkstjóra ríkisstjórnarinnar til rúmra fimm ára var það gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári. Hvað með öll hin valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn? Núverandi félagsmálaráðherra VG var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnun. Að ógleymdri athugasemdinni um ráðuneytin sem ekki tala saman þrátt fyrir að deila forræði á greininni. Forsætisráðherra verkstýrði þá aðgerðaleysinu. Eina aðkoma flokksins að málinu er svo sannarlega ekki að biðja um skýrslu. Er hægt að verja margra ára stefnu og aðgerðarleysi með því að óska eftir skýrslu til að flétta ofan af eigin vangetu og aðgerðarleysi. Er það eitthvað til hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári, eftir að hafa horft aðgerðarlaus á eldinn í fjögur ár og kastað tilfallandi sprekum á bálið? Þessi mikilvæga atvinnugrein á betra skilið. Hún á skilið umgjörð sem gerir henni fært að blómstra í sátt við umhverfi sitt, náttúruna og fólkið í landinu. Stjórnsýsla og eftirlit þarf að vera í lagi og það þarf að finna leið til sanngjarnrar gjaldtöku og ekki verra ef slík gjaldtaka renni að talsverðu leiti til nærsamfélaga. Á þetta hefur ítrekað verið bent að hálfu míns flokks og löngu tímabært að stíga þau skref. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Fiskeldi Viðreisn Sjókvíaeldi Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem vinna gegn því auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi "án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda". Ótrúlegt alveg að í skýrslu sem nær til áranna 2014-2018 skuli þetta vera niðurstaðan, „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“. Þessi setning, frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda, er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein, sem stækkar ár frá ári, stjórnlaust. Stundum í óþökk náttúrunnar í gegndarlausu kapphlaupi um svæði, nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur skapi tilhlýðilegan ramma um atvinnugrein sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið. Hér er látið reka á reiðanum. Framtíðarsýnin fyrir greinina er engin, enda kom þetta metnaðarleysi glögglega í ljós í svörum forsætisráðherra um skýrsluna á Alþingi eftir að skýrslan varð opinber. Í svörum verkstjóra ríkisstjórnarinnar til rúmra fimm ára var það gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári. Hvað með öll hin valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn? Núverandi félagsmálaráðherra VG var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnun. Að ógleymdri athugasemdinni um ráðuneytin sem ekki tala saman þrátt fyrir að deila forræði á greininni. Forsætisráðherra verkstýrði þá aðgerðaleysinu. Eina aðkoma flokksins að málinu er svo sannarlega ekki að biðja um skýrslu. Er hægt að verja margra ára stefnu og aðgerðarleysi með því að óska eftir skýrslu til að flétta ofan af eigin vangetu og aðgerðarleysi. Er það eitthvað til hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári, eftir að hafa horft aðgerðarlaus á eldinn í fjögur ár og kastað tilfallandi sprekum á bálið? Þessi mikilvæga atvinnugrein á betra skilið. Hún á skilið umgjörð sem gerir henni fært að blómstra í sátt við umhverfi sitt, náttúruna og fólkið í landinu. Stjórnsýsla og eftirlit þarf að vera í lagi og það þarf að finna leið til sanngjarnrar gjaldtöku og ekki verra ef slík gjaldtaka renni að talsverðu leiti til nærsamfélaga. Á þetta hefur ítrekað verið bent að hálfu míns flokks og löngu tímabært að stíga þau skref. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun