„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 06:48 Maður heldur á líkamsleifum barns sem lést í skjálftanum. AP/Ghaith Alsayed Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar. Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar.
Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira