Getur verið að ykkur langi í verkfall? Ágúst Valves Jóhannesson skrifar 8. febrúar 2023 09:00 Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar