Handbolti

Sjáðu skrípakaflann í leik KA og Harðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-menn lentu í vandræðum með botnlið Harðar á heimavelli sínum.
KA-menn lentu í vandræðum með botnlið Harðar á heimavelli sínum. Vísir/Diego

Nýliðar Harðar frá Ísafirði voru nálægt sínum fyrsta sigri þegar þeir heimsóttu höfuðstað Norðurlands í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta.

KA vann leikinn á endanum 32-31 ekki síst þökk sé frammistöðu þeirra Dags Gautasonar og Ólafs Gústafssonar sem skoruðu 24 mörk saman eða 75 prósent marka KA-liðsins.

Það gekk hins vegar oft mikið á í leiknum í KA-húsinu og strákarnir í Seinni bylgjunni tóku fyrir skrípakafla í leiknum þar sem spennustigið virtist vera að fara með menn.

„Það var einu sinni liður í Seinni bylgjunni sem hét: Hvað ertu að gera? Það sem ég ætla að sýna ykkur núna kæru áhorfendur eru einhverjar tvær mínútur og 30 sekúndur í þessum handboltaleik. Þetta hefði getað verið ‚ Hvað ertu að gera?' í heild sinni. Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð á ævi minni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.

„Það er tapaður bolti, skref eða ruðningur. Horfið á þetta. Ég þurfti bara sálfræðimeðferð í morgun út af þessu“ sagði Stefán Árni og sýndi þennan skrípakafla úr leik KA og Harðar sem sjá má hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Skrípakafli úr leik KA og Harðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×