Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Valgeir Tómas Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:30 Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sjávarútvegur Samkeppnismál Tengdar fréttir Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55 Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur.
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun