Einstök hönnun á nýju hverfi á Héðinsreit í Vesturbæ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Þetta glæsilega hverfi rís nú á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Stöð 2 Í Vesturbæ Reykjavíkur á gamla Héðinsreitnum, sem kallast nú Vesturvin, er að rísa spennandi hverfi, alveg niður við sjóinn. Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum! Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum!
Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið