Einstök hönnun á nýju hverfi á Héðinsreit í Vesturbæ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Þetta glæsilega hverfi rís nú á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Stöð 2 Í Vesturbæ Reykjavíkur á gamla Héðinsreitnum, sem kallast nú Vesturvin, er að rísa spennandi hverfi, alveg niður við sjóinn. Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum! Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum!
Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira