Verðbólguhvetjandi vaxtahækkanir Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 14:30 Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári. Aukin vaxtakostnaður fyrirtækja er því um 275 milljarðar. Fyrirtæki sækja þennan aukna kostnað að sjálfsögðu til neytenda með því að hækka verð, sem aftur veldur meiri verðbólgu. Þetta er ekki flókið. Það eru bara þau sem eru yfir hagstjórninni á landinu sem sjá ekki þennan einfalda sannleika, og það er skelfileg tilhugsun. Hinn möguleikinn er að þau viti þetta vel. En markmið þeirra sé ekki í raun að ná niður verðbólgu heldur hlaða undir fjármálafyrirtækin og gera eins mörg heimili og hægt er, að þrælum þeirra. Nú hefur Seðlabankinn hækkað vexti enn meira VEGNA hækkana sem ríkisstjórnin sjálf hefur valdið. Að ríkisstjórnin skuli valda þjóðinni slíkum skaða á tímum sem þessum er umfjöllunarefni út af fyrir sig, en burtséð frá því gengur slík röksemdafærsla ekki upp. Aukin verðbólga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er „einskiptishækkun“. Sú hækkun er þegar orðin og mun ekki valda frekari hækkun á verðbólgu héðan af. Vaxtahækkun VEGNA þessara hækkana, mun því ekki slá á þær á nokkurn hátt. Það eina sem myndi slá á þessar hækkanir væri ef ríkisstjórnin myndi draga þær til baka, en það mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur seint gera, enda hefur hún sýnt hagsmunum fólksins í landinu algjört skeytingarleysi með aðgerðaleysi sínu . Þetta er ríkisstjórn sem hefur sett öll völd yfir heimilum landsins í hendur embættismanna sem nú kasta úr hverri eldvörpunni af annarri yfir varnarlaust fólk. Ríkisstjórnin stendur til hliðar og leyfir þessu að gerast án þess svo mikið að spyrna við fótum því henni er nákvæmlega sama um heimili landsins. Hugur hennar er hjá fjármálafyrirtækjunum og þangað beinist öll hennar umhyggja. Þar ganga hún og Seðlabankinn algjörlega í takt og enginn skal efast um að allar vaxtahækkanir Seðlabankans eru gerðar með fullri vitund, vitneskju og blessun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin ber fulla pólitíska ábyrgð á því sem nú er að gerast ásamt þeim afleiðingum sem fylgja munu í kjölfarið á næstu árum. Ég hef algjöra skömm á þessu. Ekkert þeirra mun taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar skaðinn sem þau hafa valdið verður öllum ljós munu þau fara með möntruna um að það sé „ekki hægt að bjarga öllum“. Það er kannski ekki hægt að bjarga öllum, en það er óþarfi að hrinda þeim fyrir björgin sem annars hefðu ekki dottið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Seðlabankinn Flokkur fólksins Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári. Aukin vaxtakostnaður fyrirtækja er því um 275 milljarðar. Fyrirtæki sækja þennan aukna kostnað að sjálfsögðu til neytenda með því að hækka verð, sem aftur veldur meiri verðbólgu. Þetta er ekki flókið. Það eru bara þau sem eru yfir hagstjórninni á landinu sem sjá ekki þennan einfalda sannleika, og það er skelfileg tilhugsun. Hinn möguleikinn er að þau viti þetta vel. En markmið þeirra sé ekki í raun að ná niður verðbólgu heldur hlaða undir fjármálafyrirtækin og gera eins mörg heimili og hægt er, að þrælum þeirra. Nú hefur Seðlabankinn hækkað vexti enn meira VEGNA hækkana sem ríkisstjórnin sjálf hefur valdið. Að ríkisstjórnin skuli valda þjóðinni slíkum skaða á tímum sem þessum er umfjöllunarefni út af fyrir sig, en burtséð frá því gengur slík röksemdafærsla ekki upp. Aukin verðbólga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er „einskiptishækkun“. Sú hækkun er þegar orðin og mun ekki valda frekari hækkun á verðbólgu héðan af. Vaxtahækkun VEGNA þessara hækkana, mun því ekki slá á þær á nokkurn hátt. Það eina sem myndi slá á þessar hækkanir væri ef ríkisstjórnin myndi draga þær til baka, en það mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur seint gera, enda hefur hún sýnt hagsmunum fólksins í landinu algjört skeytingarleysi með aðgerðaleysi sínu . Þetta er ríkisstjórn sem hefur sett öll völd yfir heimilum landsins í hendur embættismanna sem nú kasta úr hverri eldvörpunni af annarri yfir varnarlaust fólk. Ríkisstjórnin stendur til hliðar og leyfir þessu að gerast án þess svo mikið að spyrna við fótum því henni er nákvæmlega sama um heimili landsins. Hugur hennar er hjá fjármálafyrirtækjunum og þangað beinist öll hennar umhyggja. Þar ganga hún og Seðlabankinn algjörlega í takt og enginn skal efast um að allar vaxtahækkanir Seðlabankans eru gerðar með fullri vitund, vitneskju og blessun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin ber fulla pólitíska ábyrgð á því sem nú er að gerast ásamt þeim afleiðingum sem fylgja munu í kjölfarið á næstu árum. Ég hef algjöra skömm á þessu. Ekkert þeirra mun taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar skaðinn sem þau hafa valdið verður öllum ljós munu þau fara með möntruna um að það sé „ekki hægt að bjarga öllum“. Það er kannski ekki hægt að bjarga öllum, en það er óþarfi að hrinda þeim fyrir björgin sem annars hefðu ekki dottið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar