Betri þjónusta í fræðslu- og velferðarmálum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 20:01 Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum. Byggðasamlögin eru jákvæður vettvangur til að sameina minni sveitarfélög og styrkja í ákveðnum málaflokkum, bæði í lögbundnum verkefnum og ólögbundnum. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og mikið starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað töluvert, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Samkvæmt Hagstofunni voru 2288 íbúar í Hveragerði árið 2013 og nú í upphafi árs 2023 eru íbúar Hveragerðisbæjar orðnir um 3200. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna. Staðan metin og uppbygging hafin Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustunni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS (nefndar oddvita og sveitarstjóra), sem fer með vald SVÁ, að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars næstkomandi þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð. Mikilvægur mannauður Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fræðslu- og velferðarsvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Við erum einstaklega heppin með mannauðinn sem þar starfar en við það að SVÁ leggst niður verða ráðnir inn starfsmenn til að sinna þeim störfum sem starfsmenn SVÁ sinntu áður. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ, en auk þess verður ráðið í þrjár stöður á næstu dögum. Þessu til viðbótar hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða. Stækkandi bæjarfélag – aukin þjónusta Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa. Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag og sjáum við fram á að vöxturinn haldi áfram næstu árin. Við þurfum því að bregðast við með aukinni þjónustu við íbúa samhliða fjölguninni og færa þjónustuna nær íbúunum. Með tilkomu fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar erum við svo sannarlega að setja aukinn þunga í þjónustu við menntastofnanir bæjarins sem og velferðarþjónustuna og gera okkar Hveragerði að enn betri búsetukosti. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis – formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum. Byggðasamlögin eru jákvæður vettvangur til að sameina minni sveitarfélög og styrkja í ákveðnum málaflokkum, bæði í lögbundnum verkefnum og ólögbundnum. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og mikið starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað töluvert, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Samkvæmt Hagstofunni voru 2288 íbúar í Hveragerði árið 2013 og nú í upphafi árs 2023 eru íbúar Hveragerðisbæjar orðnir um 3200. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna. Staðan metin og uppbygging hafin Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustunni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS (nefndar oddvita og sveitarstjóra), sem fer með vald SVÁ, að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars næstkomandi þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð. Mikilvægur mannauður Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fræðslu- og velferðarsvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Við erum einstaklega heppin með mannauðinn sem þar starfar en við það að SVÁ leggst niður verða ráðnir inn starfsmenn til að sinna þeim störfum sem starfsmenn SVÁ sinntu áður. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ, en auk þess verður ráðið í þrjár stöður á næstu dögum. Þessu til viðbótar hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða. Stækkandi bæjarfélag – aukin þjónusta Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa. Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag og sjáum við fram á að vöxturinn haldi áfram næstu árin. Við þurfum því að bregðast við með aukinni þjónustu við íbúa samhliða fjölguninni og færa þjónustuna nær íbúunum. Með tilkomu fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar erum við svo sannarlega að setja aukinn þunga í þjónustu við menntastofnanir bæjarins sem og velferðarþjónustuna og gera okkar Hveragerði að enn betri búsetukosti. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis – formaður bæjarráðs.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun