Hvaða fornöfn notar þú? Andri Már Tómasson og Kristmundur Pétursson skrifa 10. febrúar 2023 10:01 Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Hinsegin Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun