„Er kannski á næstsíðasta söludegi“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Júlíus Magnússon tók við bikarnum sem fyrirliði þegar Víkingar urðu bikarmeistarar í fyrra. Árið 2021 vann hann tvennuna með liðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Júlíus Magnússon segir það hafa verið erfitt að yfirgefa bikarmeistara Víkings og láta frá sér fyrirliðabandið. Hann vildi hins vegar nýta tækifærið sem bauðst hjá norska knattspyrnufélaginu Fredrikstad. Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira