Um lögmæti búvörusamninga Erna Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Búvörusamningar Landbúnaður Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar