Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 23:34 Guðmundur Fylkisson gefur fuglunum í Hafnarfirði allt að þrisvar sinnum á dag. vísir/egill Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.” Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.”
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira