Minnstu bræðurnir Gunnar Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 14:30 Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar