Minnstu bræðurnir Gunnar Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 14:30 Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun