Rannsókn lögreglu á Blönduósi lokið: Tók lögregluna 26 mínútur að mæta á staðinn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 17:23 Rannsókn lögreglunnar er lokið. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi hinn 21. ágúst 2022 er lokið. Árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann var með sjö haglaskot og veiðihníf meðferðis. Það tók lögreglu 26 mínútur að koma á vettvang. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook. Þegar árásarmaðurinn sá að gestir voru á heimilinu fór hann út úr húsinu og fór húsráðandi á eftir honum. Utandyra kom til orðaskipta og átaka sem enduðu með því að árásarmaðurinn skaut húsráðanda í kvið og særði hann alvarlega. Að því loknu fór árásarmaðurinn inn í húsið og skaut eiginkonu hans í höfuðið, þar sem hún stóð inni í stofu. Hún lést samstundis. Árásarmaðurinn með veiðihníf í vasanum Rannsóknin leiddi í ljós að húsráðandi hafi náð tökum á árásarmanninum þar sem hann hafi verð að hlaða vopnið inni í húsinu. Sonur húsráðanda kom til aðstoðar og náði byssunni af árásarmanninum. Til átaka kom milli þeirra en í ljós kom að árásarmaðurinn var með veiðihníf í vasanum. Átökin enduðu með því að árásarmaðurinn lét lífið. Réttarkrufning hefur leitt í ljós að dánarorsök árásarmannsins var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Staðreynt hefur verið að sonurinn hringdi fyrsta símtal til neyðarlínunnar og óskaði eftir aðstoð vegna árásarmannsins klukkan 5:27. Lögregla á bakvakt í umdæminu var ræst út sjö og hálfri mínútu síðar. Lögreglan var ekki kominn á vettvang fyrr en 5:53 eða 26 mínútum frá fyrstu aðstoðarbeiðni. Lögregla segir að rannsókn hafi ekki leitt í ljós hvað nákvæmlega hafi gengið árásarmanninum til. Hann hafi verið einn að verki, allsgáður og átt vinsamleg samskipti við árásarþola fyrir árásina. Tvisvar hafi tilkynningar borist um ferðir árásarmannsins við heimili árásarþola og nágrenni þar sem hann hafði verið með haglabyssu í fórum sínum, um tveimur vikum áður en hann lét til skarar skríða. Þar hafi hann meðal annars tekið upp myndbönd inn um glugga á húsinu á síma sinn. Haglabyssan skráð á gjaldþrota fyrirtæki Hann er sagður hafa afhent lögreglu skotvopn sem skráð voru á hann og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Hinn 12. ágúst 2022 hafi hann hins vegar verið aftur kominn á Blönduós. Haglabyssan sem notuð var við verknaðinn var skráð í eigu fyrirtækis sem seldi skotvopn og varð gjaldþrota fyrir fimmtán árum síðan. Fram kemur að þrjár byssur hafi enn verið skráðar á fyrirtækið, byssan sem árásarmaðurinn notaði, byssa sem var í fórum óviðkomandi einstaklings og loks haglabyssa af gerðinni Maveric M-88 sem enn er ófundin. Málið er komið á borð héraðssaksóknara og ætlar lögregla ekki að veita frekari upplýsingar vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44 Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook. Þegar árásarmaðurinn sá að gestir voru á heimilinu fór hann út úr húsinu og fór húsráðandi á eftir honum. Utandyra kom til orðaskipta og átaka sem enduðu með því að árásarmaðurinn skaut húsráðanda í kvið og særði hann alvarlega. Að því loknu fór árásarmaðurinn inn í húsið og skaut eiginkonu hans í höfuðið, þar sem hún stóð inni í stofu. Hún lést samstundis. Árásarmaðurinn með veiðihníf í vasanum Rannsóknin leiddi í ljós að húsráðandi hafi náð tökum á árásarmanninum þar sem hann hafi verð að hlaða vopnið inni í húsinu. Sonur húsráðanda kom til aðstoðar og náði byssunni af árásarmanninum. Til átaka kom milli þeirra en í ljós kom að árásarmaðurinn var með veiðihníf í vasanum. Átökin enduðu með því að árásarmaðurinn lét lífið. Réttarkrufning hefur leitt í ljós að dánarorsök árásarmannsins var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Staðreynt hefur verið að sonurinn hringdi fyrsta símtal til neyðarlínunnar og óskaði eftir aðstoð vegna árásarmannsins klukkan 5:27. Lögregla á bakvakt í umdæminu var ræst út sjö og hálfri mínútu síðar. Lögreglan var ekki kominn á vettvang fyrr en 5:53 eða 26 mínútum frá fyrstu aðstoðarbeiðni. Lögregla segir að rannsókn hafi ekki leitt í ljós hvað nákvæmlega hafi gengið árásarmanninum til. Hann hafi verið einn að verki, allsgáður og átt vinsamleg samskipti við árásarþola fyrir árásina. Tvisvar hafi tilkynningar borist um ferðir árásarmannsins við heimili árásarþola og nágrenni þar sem hann hafði verið með haglabyssu í fórum sínum, um tveimur vikum áður en hann lét til skarar skríða. Þar hafi hann meðal annars tekið upp myndbönd inn um glugga á húsinu á síma sinn. Haglabyssan skráð á gjaldþrota fyrirtæki Hann er sagður hafa afhent lögreglu skotvopn sem skráð voru á hann og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Hinn 12. ágúst 2022 hafi hann hins vegar verið aftur kominn á Blönduós. Haglabyssan sem notuð var við verknaðinn var skráð í eigu fyrirtækis sem seldi skotvopn og varð gjaldþrota fyrir fimmtán árum síðan. Fram kemur að þrjár byssur hafi enn verið skráðar á fyrirtækið, byssan sem árásarmaðurinn notaði, byssa sem var í fórum óviðkomandi einstaklings og loks haglabyssa af gerðinni Maveric M-88 sem enn er ófundin. Málið er komið á borð héraðssaksóknara og ætlar lögregla ekki að veita frekari upplýsingar vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44 Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24