„Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2023 20:30 Kári Jónsson var allt annað en sátur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Kári Jónsson, leikmaður Vals, var virkilega ósáttur við spilamennsku liðsins er Valsmenn sóttu Þór heim til Þorlákshafnar. Valsmenn máttu þola 32 stiga tap og Kári segir að heimamenn hafi verið mun sterkari á öllum sviðum leiksins. „Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Sjá meira
„Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09