Ég á vinkonu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. febrúar 2023 12:02 Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar