Páll Pampichler Pálsson er látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. febrúar 2023 19:04 Páll Pampichler Pálsson. Fréttablaðið/Golli Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri og tónskáld er látinn. Hann lést í heimaborg sinni í Graz í Austurríki þann 10. febrúar. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til tilkynningar frá fjölskyldu Páls. Páll Pampichler fæddist árið 1928 í borginni Graz. Hann var árið 1949 ráðinn sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og 1. trompetleikari í Útvarpshljómsveitinni. Hann starfaði sem stjórnandi sveitarinnar til ársins 1973 eða samfleytt í 24 ár. Páll tók þátt í stofnun og uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var trompetleikari í sveitinni til 1959 en fór þá til framhaldsnáms í Hamborg í Þýskalandi, þar lærði hann m.a. hljómsveitastjórnun eftir að hafa stýrt sveitinni í fyrsta skipti árið 1956. Hann varð fastráðinn stjórnandi hennar í yfir tuttugu ár, um tíma hafði enginn stjórnað sveitinni jafn oft og Páll. Samhliða stjórnun Lúðrasveitar Reykjavíkur og starfi sínu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sinnti Páll tónlistarkennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann stjórnaði ennfremur Karlakór Reykjavíkur í ríflega aldarfjórðung. Páll stýrði einnig og hélt utan um tónlist á sýningum og tónleikum í Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni, þeirra á meðal mætti nefna La traviata, Galdra-Loft, Kátu ekkjuna og Sígaunabaróninn. Páll var ennfremur einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur 1974. Þá hefur Páll hlotið ýmsar viðurkenninar fyrir störf sín og framlag til íslenskrar tónlistar, hann hlaut t.d. riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu en hann hefur einnig þrívegis verið heiðraður í heimalandi sínu Austurríki af stjórnvöldum þar í landi, fyrir kynningu á austurrískri menningu. Andlát Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Austurríki Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til tilkynningar frá fjölskyldu Páls. Páll Pampichler fæddist árið 1928 í borginni Graz. Hann var árið 1949 ráðinn sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og 1. trompetleikari í Útvarpshljómsveitinni. Hann starfaði sem stjórnandi sveitarinnar til ársins 1973 eða samfleytt í 24 ár. Páll tók þátt í stofnun og uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var trompetleikari í sveitinni til 1959 en fór þá til framhaldsnáms í Hamborg í Þýskalandi, þar lærði hann m.a. hljómsveitastjórnun eftir að hafa stýrt sveitinni í fyrsta skipti árið 1956. Hann varð fastráðinn stjórnandi hennar í yfir tuttugu ár, um tíma hafði enginn stjórnað sveitinni jafn oft og Páll. Samhliða stjórnun Lúðrasveitar Reykjavíkur og starfi sínu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sinnti Páll tónlistarkennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann stjórnaði ennfremur Karlakór Reykjavíkur í ríflega aldarfjórðung. Páll stýrði einnig og hélt utan um tónlist á sýningum og tónleikum í Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni, þeirra á meðal mætti nefna La traviata, Galdra-Loft, Kátu ekkjuna og Sígaunabaróninn. Páll var ennfremur einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur 1974. Þá hefur Páll hlotið ýmsar viðurkenninar fyrir störf sín og framlag til íslenskrar tónlistar, hann hlaut t.d. riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu en hann hefur einnig þrívegis verið heiðraður í heimalandi sínu Austurríki af stjórnvöldum þar í landi, fyrir kynningu á austurrískri menningu.
Andlát Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Austurríki Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?