Frakkar vilja ekki hækka eftirlaunaaldurinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. febrúar 2023 16:31 Frá fjöldamótmælum í Toulouse í gær. Alain Pitton/Getty Images Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. „Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp. Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp.
Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira