Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 16:02 Verið er að rannsaka meinta njósnabelginn sem sóttur var undan strönd Suður-Karólínu fyrr í vikunni. FBI via AP Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. Mikill viðbúnaður hefur verið í Bandaríkjunum síðan meintur njósnabelgur Kínverja var skotinn niður þar sem hann sveif utan ströndum Suður-Karólínu fyrir um viku síðan. Yfirvöld hafa ekki staðfest að hlutirnir sem skotnir voru niður um helgina, í Kanada og í Alaska-ríki, hafi verið á vegum Kínverja. Lofthelgi var lokað yfir Montana í norðurhluta Bandaríkjanna í nótt og orrustuþotur sendar á vettvang. Könnun leiddi í ljós að ekkert torkennilegt væri á seyði en talið er að sérkennilega hreyfingu á ratsjám megi rekja til bilunar. Chuck Schumer, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, telur að Kínverjar hafi yfir að ráða stórum hópi njósnabelgja - líklega um heim allan. Aðferðin hafi lengi verið við lýði og hann spyr hvers vegna tekið hafi svo langan tíma að komast á snoðir um meint áform Kínverja: „Ég held að Kínverjar hafi verið gripnir glóðvolgir við lygar og þetta lítur mjög illa út fyrir þá.“ Kínversk yfirvöld neita því að hafa stundað njósnir. Belgurinn, sem skotinn var niður yfir Suður-Karólínu, hafi verið nýtt til að safna veðurupplýsingum. Eins og fyrr segir liggur ekki fyrir hvers eðlis hlutirnir sem skotnir voru niður um helgina voru, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Skutu niður „óþekktan hlut“ yfir Kanada Óþekktur hlutur var skotinn niður í kanadískri lofthelgi nú í kvöld. Vika er liðin frá því að Bandaríkjaher skaut niður loftbelg sem þeir töldu vera kínverskan njósnabelg. 11. febrúar 2023 23:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Mikill viðbúnaður hefur verið í Bandaríkjunum síðan meintur njósnabelgur Kínverja var skotinn niður þar sem hann sveif utan ströndum Suður-Karólínu fyrir um viku síðan. Yfirvöld hafa ekki staðfest að hlutirnir sem skotnir voru niður um helgina, í Kanada og í Alaska-ríki, hafi verið á vegum Kínverja. Lofthelgi var lokað yfir Montana í norðurhluta Bandaríkjanna í nótt og orrustuþotur sendar á vettvang. Könnun leiddi í ljós að ekkert torkennilegt væri á seyði en talið er að sérkennilega hreyfingu á ratsjám megi rekja til bilunar. Chuck Schumer, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, telur að Kínverjar hafi yfir að ráða stórum hópi njósnabelgja - líklega um heim allan. Aðferðin hafi lengi verið við lýði og hann spyr hvers vegna tekið hafi svo langan tíma að komast á snoðir um meint áform Kínverja: „Ég held að Kínverjar hafi verið gripnir glóðvolgir við lygar og þetta lítur mjög illa út fyrir þá.“ Kínversk yfirvöld neita því að hafa stundað njósnir. Belgurinn, sem skotinn var niður yfir Suður-Karólínu, hafi verið nýtt til að safna veðurupplýsingum. Eins og fyrr segir liggur ekki fyrir hvers eðlis hlutirnir sem skotnir voru niður um helgina voru, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Skutu niður „óþekktan hlut“ yfir Kanada Óþekktur hlutur var skotinn niður í kanadískri lofthelgi nú í kvöld. Vika er liðin frá því að Bandaríkjaher skaut niður loftbelg sem þeir töldu vera kínverskan njósnabelg. 11. febrúar 2023 23:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Skutu niður „óþekktan hlut“ yfir Kanada Óþekktur hlutur var skotinn niður í kanadískri lofthelgi nú í kvöld. Vika er liðin frá því að Bandaríkjaher skaut niður loftbelg sem þeir töldu vera kínverskan njósnabelg. 11. febrúar 2023 23:25